Segir slæma framkomu DeGeneres á allra vitorði

Brad Garrett segir það á allra vitorði að Ellen DeGeneres …
Brad Garrett segir það á allra vitorði að Ellen DeGeneres komi illa fram við starfsfólk sitt. AFP

Leikarinn Brad Garrett segir að slæm framkoma spjallþáttastjórnandans Ellen DeGeneres sé á allra vitorði. DeGeneres bað starfsfólk sitt afsökunar á slæmri framkomu sinni eftir harða gagnrýni í fjölmiðlum. 

Vinnuumhverfið við tökur á þáttum DeGeneres var sagt eitrað og opnuðu margir fyrrverandi starfsmenn sig um slæma framkomu stjórnandans. Þátturinn sætir nú rannsókn af framleiðslufyrirtækinu WarnerMedia.

DeGeneres baðst afsökunar á framkomu sinni og axlar ábyrgð á stöðunni sem upp er komin. 

Eftir að afsökunarbeiðnin rataði í fjölmiðla skrifaði Garrett á Twitter: „Afsakið, en þetta kemur frá yfirstjórninni. Þekki fleiri en eina manneskju sem hún kom skelfilega fram við. Það er á allra vitorði.“

Garrett sjálfur var gestur DeGeneres sex sinnum á árunum 2004 til 2007. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú sættir þig við ýmislegt frá fólki sem þú fílar mjög vel. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og ekki mála skrattann á vegginn.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú sættir þig við ýmislegt frá fólki sem þú fílar mjög vel. Gakktu hægt um gleðinnar dyr og ekki mála skrattann á vegginn.