Beint: Brekkusöngur með Ingó

Ingó veðurguð telur í brekkusöng klukkan tíu í kvöld.
Ingó veðurguð telur í brekkusöng klukkan tíu í kvöld.

Þrátt fyrir að þjóðhátíð hafi verið frestað í ár, í annað skiptið frá upphafi, er ekki hægt að sleppa brekkusöng sem er fyrir löngu orðinn fastur liður yfir verslunarmannahelgi hjá fjölmörgum landsmönnum um allt land.

Ingó veðurguð mun því telja í brekkusöng klukkan 22.00 í kvöld eins og hefð er fyr­ir á þessum tíma helgar­inn­ar í beinni útsendingu í sjónvarpi Símans og hér á mbl.is.

Ingó á þjóðar­hátíðarlagið í ár „Takk fyr­ir mig“ sem á ein­hvern fal­leg­an hátt er orðið einkennislag fyr­ir hátíð sem ekki verður hald­in en um leið þakk­læt­issöng­ur til allra hátíðanna í gegn­um árin sem sköpuðu bæði gest­um og heima­mönn­um ein­stak­ar minn­ing­ar. Ingó mun senda brekku­söng­inn út af meg­in­land­inu með teng­ingu við Vest­manna­eyj­ar en út­send­ing­in er unn­in í sam­ráði við þjóðhátíðar­nefnd sem með þessu send­ir kveðjur sín­ar til lands­manna.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er kominn tími til að slaka á og taka því rólega. Veislur, sem haldnar eru í dag, verða óvenju ánægjulegar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er kominn tími til að slaka á og taka því rólega. Veislur, sem haldnar eru í dag, verða óvenju ánægjulegar.