Beint: Heima með Helga Björns

Helgi Björns og Reiðmenn vindanna verða með sérstaka verslunarmannahelgarútgáfu í …
Helgi Björns og Reiðmenn vindanna verða með sérstaka verslunarmannahelgarútgáfu í kvöld.

Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna taka seinni hluta verslunarmannahelgarútgáfunnar af Heima með helga í kvöld klukkan 20:00. Eins og áður er leyndarmál hverjir verða gestir Helga í kvöld, en þátturinn verður í beinni útsendingu frá Hlégarði í Mosfellsbæ á milli 20:00 og 21:30. Tónleikarnir verða í beinni útsendingu í sjónvarpi Símans og hér á mbl.is.

Það eru sem fyrr Reiðmenn vindanna sem fylgja Helga í hlað og koma öskuglaðir heim. Þá verður álfadrottningin Vilborg Halldórsdóttir á sínum stað.

Eftir tónleika Helga er svo komið að Ingó veðurguð, en hann telur í brekkusöng klukkan 22:00 eins og hefð er fyrir á þessum tíma helgarinnar. Þó verður það nokk­urn veg­inn það eina hefðbundna við brekku­söng­inn þetta árið því eins og alþjóð veit er þetta í annað skiptið í sögunni sem þjóðhátíð er frestað. 

Ingó á þjóðar­hátíðarlagið í ár „Takk fyr­ir mig“ sem á ein­hvern fal­leg­an hátt er orðið einkennislag fyr­ir hátíð sem ekki verður hald­in en um leið þakk­læt­issöng­ur til allra hátíðanna í gegn­um árin sem sköpuðu bæði gest­um og heima­mönn­um ein­stak­ar minn­ing­ar.  Ingó mun senda brekku­söng­inn út af meg­in­land­inu með teng­ingu við Vest­manna­eyj­ar en út­send­ing­in er unn­in í sam­ráði við þjóðhátíðar­nefnd sem með þessu send­ir kveðjur sín­ar til lands­manna.

Á milli tónleika Helga og brekkusöngs Ingó verða „best of“-brot úr Dívum í Hörpu rifjuð upp.

Reiðmenn vind­ana eru: 
Ingólf­ur Sig­urðsson tromm­ur
Stefán Magnús­son gít­ar
Ingi Björn Inga­son bassi 
Hrafn Thorodd­sen gít­ar og pí­anó 
Þor­vald­ur Þór Þor­valds­son tromm­ur og áslátt­ur 

Ingó veðurguð kemur í beinu framhaldi af Helga og Reiðmönnum …
Ingó veðurguð kemur í beinu framhaldi af Helga og Reiðmönnum vindanna.
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant