Monica Lewinsky hlær síðast og best

Monica Lewinsky er farin að grínast um fortíðina. Hún segist …
Monica Lewinsky er farin að grínast um fortíðina. Hún segist geta grínast um sumt, en ekki allt. AFP

Fyrst var líf hennar eyðilagt, svo tók það hana áratug að jafna sig en loks reis hún upp úr öskunni. Monica Lewinsky varð heimsfræg í neikvæðum skilningi vegna sambands síns við þáverandi forseta Bandaríkjanna, Bill Clinton. Nú er hún orðin heimsfræg í jákvæðum skilningi, komin með stjórn á frásögninni og gott betur, Twitter-reikningur hennar er rafrænt uppistand þar sem fortíðin er gerð upp á léttum nótum.

Tíst sem varpar ljósi á málið: „Ég veit ekki hver Monica Lewinsky er en ég er alltaf með nafnið hennar á heilanum, þannig að hún hlýtur að vera mikilvæg og mér finnst að við ættum að vera vinir.“

Og tíst frá sjálfri Monicu Lewinsky, sem varpar enn meira ljósi á málið: „Ég er gellan úr 125 rapplögum.“ 

Það eru engar fréttir að Lewinsky er föst stærð í vestrænni menningu, eins og er ljóst af tísti frummælanda. Hún er það jafnvel á meðal þeirra sem höfðu ekki aldur um aldamót til þess að meðtaka skandalinn í Hvíta húsinu með góðu móti. 

Það sem eru hins vegar fréttir er að Lewinsky skuli slá á eins fjaðurlétta strengi um ímynd sína og hún gerir í tístinu, en það hefur hún ekki getað gert hingað til. Frá því að ástarsamband hennar, 22 ára starfsnemans, og Bill Clinton, 49 ára Bandaríkjaforseta, var gert opinbert í janúar 1998 hefur af skiljanlegum ástæðum verið erfitt fyrir hana að finna kómíska hlið á yfirganginum og ofbeldinu sem fylgdi í kjölfarið. Á síðustu árum hefur þetta hins vegar breyst og hún reytir af sér brandara á Twitter.

„Starfsnám í Hvíta húsinu er frábært á ferilskrána“

Áður en farið er út í skýringar Lewinsky á þessu nýja átaki sínu, má draga fram nokkra gullmola:

Lék sjálfa sig í þemapartíi

Og svo mætti lengi áfram telja, eins og gert er hér. Lewinsky er virk á samfélagsmiðlum og efnið snýst í sjálfu sér ekki allt um þennan þátt í lífi hennar, þó að óhjákvæmilega sé hann fyrirferðarmikill. Sem slíkur er hann þó ekki lengur sú þunga byrði sem hann var upp úr aldamótum og lengur, því hún er farin að geta grínast um hann. 

Hvernig má það vera, spurði grínistinn John Oliver Lewinsky í sérstökum þætti um opinbera smánun í fyrra, hvenær getur maður farið að hlæja að öðru eins mannorðsmorði? 

„Það voru nokkur stig í ferlinu. Mér var á dögunum boðið í veislu hjá vinum þar sem fólk átti að vera klætt eins og það var klætt á tíunda áratugnum. Fyrst var ég bara „shit“ en síðan ákvað ég bara að vera með, þannig að þarna skartaði ég svartri alpahúfu í fyrsta skipti í 18 ár,“ segir Lewinsky. 

Alpahúfan svarta (e. black beret) var vísun í endurtekið stef í fréttaflutningi um málið, enda hefur hún hana á höfðinu á einni af fáum myndum sem til eru af henni með forsetanum.

Bill Clinton ræðir við Monicu Lewinsky og aðra starfsmenn Hvíta …
Bill Clinton ræðir við Monicu Lewinsky og aðra starfsmenn Hvíta hússins eftir að hann var endurkjörinn forseti 1996. Svarta alpahúfan sést á kolli Lewinsky. AP

Í alræmdri skýrslu Ken Starr frá 1998 var einnig talað um önnur föt sem Lewinsky á að hafa klæðst þegar hún og forsetinn stunduðu kynlíf og Lewinsky nefnir einmitt í viðtalinu við Oliver að fyrir ákveðnum flíkum hafi hún enn ekki húmor. Á meðal þeirra er meðal annars blár kjóll, sem á var sæði Clintons, sönnun þess að eitthvað hefði átt sér stað.

Tók stjórn á frásögninni

Bill Clinton tók upphaflega fyrir að nokkuð hefði átt sér stað á milli hans og Lewinsky og sú neitun átti eftir að reynast honum dýrkeypt. Nánar tiltekið sór hann nefnilega að ekkert hefði átt sér stað og þegar sannað þótti að þau hefðu í raun stundað kynlíf, þýddi það að hann hefði logið eiðsvarinn. Fyrir það var hann kærður til embættismissis (e. impeachment), tillaga sem var felld í öldungadeildinni.

Enda þótt styr hafi staðið um forsetann vegna málsins, vatt málum svo fram að hneykslið var almennt kennt við Monicu Lewinsky og eftir að Clinton var laus allra mála var fjallað um hana í öfgakenndum smáatriðum. Nýlega hefur fólk reynt að færa þetta í sanngirnisátt, sbr. heitið á Wikipedia-greininni um „the Clinton-Lewinsky scandal.“

Sökum áreitisins tjáði Lewinsky sig ekki í fjölmiðlum árum saman og það var í raun ekki fyrr en vorið 2014, þegar hún skrifaði í Vanity Fair um upplifun sína. Þá á fertugsaldri ítrekaði hún að hún hefði aldrei verið misnotuð af forsetanum, þó að vissulega hafi hann verið í valdastöðu gagnvart henni. Hina raunverulega misnotkun sagði hún hafa komið í kjölfar hneykslisins þegar hún varð opinber persóna á einni nóttu.

VANITY FAIR 2014 Monica Lewinsky hefur ýmsa fjöruna sopið út …
VANITY FAIR 2014 Monica Lewinsky hefur ýmsa fjöruna sopið út af sambandi sínu við Bill Clinton.

„Nú er ég ákveðin að semja mín eigin sögulok. Ég kem nú upp úr kafi svo ég geti tekið stjórn á frásögninni og ljáð fortíð minni tilgang,“ skrifaði hún. Það hefur hún síðan gert. Hún hefur haldið fræga TED-fyrirlestra um opinbera smánun og er orðinn alþjóðlegur talsmaður eineltisfórnarlamba.

Hún leggur sömuleiðis áherslu á netið í þeim efnum, enda segir hún að útreiðin sem hún hafi fengið hafi verið enn verri hefðu samfélagsmiðlar verið fyrir hendi. Netið hafði vissulega hafið innreið sína, en það var netfréttasíðan Drudge Report sem sagði fyrst frá atlotum Lewinsky og Clinton.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant