Breytti sér til þess að þóknast öðrum

Demi Moore hefur unnið mikið í sjálfri sér.
Demi Moore hefur unnið mikið í sjálfri sér. mbl.is/AFP

Demi Moore segist hafa margoft breytt sér til þess að verða sú manneskja sem hún hélt að aðrir vildu að hún væri. Á það ekki síður við um fyrri hjónabönd hennar en hún er þrískilin. Fyrri eiginmenn hennar eru Freddy Moore, Bruce Willis og Asthon Kutcher. 

Í opinskáu viðtali segist Moore hafa breytt sér aftur og aftur til þess að þóknast makanum sínum og verða það sem hún hélt að hann vildi. 

„Ég held að þetta sé ákveðið ferli þar sem maður lærir að elska sjálfan sig. Að taka sjálfum sér nákvæmlega eins og maður er. Ég breytti mér svo oft til þess að passa inn í það sem ég hélt að einhver annar vildi. Þetta tengist þeirri alráðandi hugmynd um að aðra eigi að langa í mann en maður sjálfur á ekki að hafa langanir,“ segir Moore.

Í nýútkominni ævisögu, Inside Out, skrifar Moore um meðal annars um erfiðan skilnað sinn við Kutcher og hvernig hún missti fóstur eftir 6 mánaða meðgöngu 42 ára að aldri.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson