Kvæntist ungu konunni með hjálp Zoom

Leikarinn Sean Penn gekk í hjónaband í síðustu viku.
Leikarinn Sean Penn gekk í hjónaband í síðustu viku. AFP

Óskarverðlaunaleikarinn Sean Penn gekk í hjónaband með kærustu sinni til fjögurra ára, leikkonunni Leilu George. Penn sýndi hringinn glaður í spjallþætti Seth Meyers í gær en brúðkaupið tók mið af kórónuveirufaraldrinum. 

„Já við héldum COVID-brúðkaup,“ útskýrði Penn í viðtal hjá Seth Meyers að því er fram kemur á fréttavef Yahoo. Brúðkaupið fór fram á heimili nýbökuðu hjónanna í síðustu viku. Með þeim voru börn Penn og bróðir Goerge en sýslumaður pússaði þau saman í gegnum Zoom. 

Penn sem verður sextugur seinna í ágúst á tvö hjónabönd að baki. Hann var kvæntur söngkonunni Madonnu á níunda áratug síðustu aldar. Hann kvæntist svo barnsmóður sinni, leikkonunni Robin Wright, árið 1996 en þau skildu árið 2010. Leila Goerge sem er hins vegar fædd árið 1992 og því 32 árum yngri en eiginmaður hennar hefur ekki verið gift áður. 

Leila George.
Leila George. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verður þú að setjast niður og skrifa lista yfir þau verkefni sem þú hefur látið hrúgast upp að undanförnu. Vertu tilbúinn að deila leyndarmálinu með vini.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verður þú að setjast niður og skrifa lista yfir þau verkefni sem þú hefur látið hrúgast upp að undanförnu. Vertu tilbúinn að deila leyndarmálinu með vini.