Las ekki um nýja kærastann í blöðunum

Actress Megan Fox og Brian Austin Green.
Actress Megan Fox og Brian Austin Green. AFP

Hollywoodstjörnurnar Brian Austin Green og Megan Fox tilkynntu um skilnað í vor eftir tíu ára hjónaband. Fox var fljót að finna sér nýjan mann sem hún er yfir sig ástfangin af. Green tjáði sig um skilnaðinn í nýjum hlaðvarpsþætti að því er fram kemur á vef Page Six.

Leikarinn, sem gerði garðinn frægan í unglingaþáttunum Beverly Hills 9010, neitar að hafa lesið um nýjan kærasta barnsmóður sinnar í slúðurmiðlum. 

„Ég komst að því eftir mínum eigin leiðum og meira segi ég ykkur ekki um það. Ég las ekki um það eða neitt svoleiðis,“ sagði Green í þættinum. Fox er byrjuð með rapparanum Machine Gun Kelly og segist hafa hitt tvíburasál sína. 

„Ég held að þetta gangi eins vel og hægt er,“ sagði Green um skilnað þeirra. „Það eru engar leiðbeiningar. Það er ekki hægt að gera þetta rétt eða rangt. Við erum að læra. Það mikilvægasta er að tala reglulega saman.“

Leikararnir eiga saman þrjá syni. 

„Ég held að það sé á okkar ábyrgð og foreldra almennt hvaða áhrif þetta hefur á börnin. Hvort þetta verður mjög neikvæð upplifun eða allt í lagi og að þeim finnist þau vera örugg og elskuð,“ sagði Green um fjölskylduna og lagði áherslu á að nú væri lífið bara öðruvísi. 

Green sagðist einnig óska Fox alls hins besta í öllu. Sagði hann það væri mjög mikilvægt fyrir hana og börnin að hún væri hamingjusöm.

Megan Fox og Brian Austin Green eru að skilja.
Megan Fox og Brian Austin Green eru að skilja. mbl.is/Cover Media
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant