52 ára og komin með fjögur ný húðflúr

Ulrika Jonsson fékk sér fjögur húðflúr nýverið.
Ulrika Jonsson fékk sér fjögur húðflúr nýverið. mbl.is/skjáskot Instagram

Sænska sjónvarpsstjarnan Ulrika Jonsson er óhrædd við að þróa nýjan stíl. Hún er opinská og notar fylgjendur sína á samfélagsmiðlum rétt eins og ráðgjafa. Þar sem hún deilir með þeim mörgu af því sem hún gerir daglega. 

Hún fékk sér fjögur ný húðflúr í vikunni og segir að sextugsaldurinn sé frábær til að þróa áfram persónuleika sinn og útlit. 

Hún hefur verið opinská þegar kemur að áföllum í lífinu og viðurkenndi nýverið að hún hefði lent í nauðgun á stefnumóti með vini sínum þegar hún var innan við tvítugt. Hún kærði ekki verknaðinn á sínum tíma þar sem hugmyndir um nauðgun voru aðrar. Hún hefur látið hafa eftir sér að þótt þróun mála sé í rétta átt, þá hafi hún áhyggjur af ofbeldi gegn konum í dag. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verður þú að setjast niður og skrifa lista yfir þau verkefni sem þú hefur látið hrúgast upp að undanförnu. Vertu tilbúinn að deila leyndarmálinu með vini.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verður þú að setjast niður og skrifa lista yfir þau verkefni sem þú hefur látið hrúgast upp að undanförnu. Vertu tilbúinn að deila leyndarmálinu með vini.