Fékk frið þegar hún sagði skilið við Hollywood

Cameron Diaz.
Cameron Diaz. AFP

Leikkonan Cameron Diaz sagði bless við Hollywood fyrir nokkrum árum en hún var þá ein vinsælasta leikkona í heimi. Diaz sagði í viðtali við leikkonuna Gwyneth Paltrow að hún hefði fengið frið þegar hún hætti í Hollywood og á sama tíma getað einbeitt sér meira að einkalífinu. 

Paltrow spurði Diaz hvernig það hefði verið að segja skilið við jafn farsælan feril. Það var ekki erfitt fyrir Diaz þar sem stjarnan fékk loks frið eftir mörg erilsöm ár. 

„Ég veit að fullt af fólki mun ekki skilja það, ég veit að þú skilur það, en það er svo mikil vinna á þessu stigi að vera jafn opinber persóna,“ sagði Diaz sem sagði mikið áreiti fylgja því að vera jafn sýnileg leikkona og hún var. 

Hún ákvað að hætta að leika í kvikmyndum og gera breytingar á einkalífinu enda vildi hún annað og meira út úr lífinu en frægð og frama þegar hún var fertug. „Ég stoppaði og virkilega skoðaði líf mitt,“ sagði Diaz um breytinguna á lífi sínu. Meðan á upptökum stóð var hún upptekin í 12 tíma á dag í nokkra mánuði og ekki tími fyrir neitt annað. 

Diaz kynntist eiginmanni sínum, rokkaranum Benji Madden, stuttu eftir að hún tók ákvörðun um að hætta að leika. Hjónin giftu sig árið 2015 og um áramótin síðustu eignuðust þau dóttur. 

„Við giftum okkur næstum því strax af því við áttuðum okkur á því að við urðum að gera það,“ sagði Diaz við Paltrow og sagði jafnframt að þau hefðu unnið mikið í hjónabandinu til að byrja með. Diaz, sem er aðeins eldri en eiginmaður hennar, sagði að þau hefðu verið á sama stað í lífinu þegar þau kynntust. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson