Hætt með kærastanum eftir 2 ára samband

Jennifer Garner.
Jennifer Garner. AFP

Leikkonan Jennifer Garner er hætt með kærasta sínum, viðskiptamanninum John Miller, að því fram kemur á vef In Touch. Parið var búið að vera saman í tvö ár en á þeim tíma gekk skilnaður Garner og Ben Affleck loksins í gegn. 

Parið fyrrverandi er sagt hafa hætt saman áður en kórónuveiran gerði allt vitlaust í Bandaríkjunum að sögn heimildarmanns. „Jen og John eru enn vinir svo það er möguleiki á því að þau geti glætt sambandið nýju lífi í framtíðinni en akkúrat núna eru þau hætt saman.“

Samband Garner og Miller komst í fréttir í október 2018 en þá höfðu þau verið saman í nokkra mánuði. Skilnaður Garner og barnsföður hennar, Ben Affleck, gekk einnig í gegn í sama mánuði. Saman eiga þau Garner og Affleck þrjú börn saman. Í nóvember 2018 gekk einnig skilnaður Miller og fyrrverandi eiginkonu hans, Caroline Campbell, formlega í gegn. 

Jennifer Garner var áður gift leikaranum Ben Affleck.
Jennifer Garner var áður gift leikaranum Ben Affleck. mbl.is/AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verður þú að setjast niður og skrifa lista yfir þau verkefni sem þú hefur látið hrúgast upp að undanförnu. Vertu tilbúinn að deila leyndarmálinu með vini.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verður þú að setjast niður og skrifa lista yfir þau verkefni sem þú hefur látið hrúgast upp að undanförnu. Vertu tilbúinn að deila leyndarmálinu með vini.