Ákvað að vera áfram vegna launanna

Ellen Pompeo.
Ellen Pompeo. AFP

Grey's Anatomy-leikkonan Ellen Pompeo er ein af fáum leikurum sem hafa leikið í læknaþáttunum frá upphafi. Pompeo greinir frá því í nýjum hlaðvarpsþætti að því er fram kemur á vef Vulture að launin og öryggið komi í veg fyrir að hún hætti.

„Ég tók ákvörðun um að græða peninga í stað þess að elta skapandi hlutverk,“ útskýrði Pompeo sem hefur leikið Meredith Grey síðan árið 2005. „Mér finnst aldrei gott að elta eitthvað og í mínu tilfelli snerust hlutverk um að elta. Þú þarft að elta hlutverk, þú þarft að grátbiðja um hlutverk ... Ég er ekki svo hungruð af því ég hef það gott fjárhagslega.“

Hin fimmtuga leikkona á þrjú ung börn með eiginmanni sínum og segir að það hafi spilað inn í þegar hún ákvað að hætta ekki í þáttunum. 

„Ég tók ákvörðun um að vera áfram í þáttunum. Fyrir mig persónulega skiptir heilbrigt heimilislíf meira máli en starfsferill,“ sagði Pompeo, sem er sátt við ákvörðunina. 

Pompeo fær vel borgað fyrir leik sinn í þáttunum vinsælu enda fer hún með aðalhlutverkið í þeim. Hún er ein best launaða leikkona í sjónvarpi í dag og hefur hún greint frá því að hún sé óhrædd við að biðja um þau laun sem henni finnst hún eiga skilið.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verður þú að setjast niður og skrifa lista yfir þau verkefni sem þú hefur látið hrúgast upp að undanförnu. Vertu tilbúinn að deila leyndarmálinu með vini.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú verður þú að setjast niður og skrifa lista yfir þau verkefni sem þú hefur látið hrúgast upp að undanförnu. Vertu tilbúinn að deila leyndarmálinu með vini.