Allir þurfa sinn snata

Ellen DeGeneres hefur stjórnað geysivinsælum spjallþætti í sjónvarpi frá 2003.
Ellen DeGeneres hefur stjórnað geysivinsælum spjallþætti í sjónvarpi frá 2003. AFP

„Hann sleppti sér gjörsamlega og varð eldrauður í framan. Okkur krossbrá. Ég beið eftir að Ellen skakkaði leikinn. „Slakaðu á, Ed, ekki tala með þessum hætti.“ En veistu hvað hún gerði? Hún flissaði. Hún krosslagði bara fæturna í sæti sínu og sagði: „Ég býst við að allir þættir þurfi sinn snata.“ Upp frá því vissum við að Ed myndi verða geltandi hundur – hundurinn hennar. Það hvítnuðu allir upp. Við erum fagfólk, fullorðið fólk. Við þurfum ekki hund til skipa okkur að vinna vinnuna okkar. Hún var sú eina sem flissaði.“

Þannig komst Hedda Muskat, fyrrverandi framleiðandi við spjallþátt Ellenar DeGeneres, að orði í samtali við fjölmiðilinn The Wrap í vikunni, þegar hún lýsti upplifun sinni af samskiptum Eds Glavins, aðalframleiðanda þáttarins, og óbreytts starfsmanns.

Þetta er bara ein af fjölmörgum sögum sem sagðar hafa verið um Ellen DeGeneres og andrúmsloftið við gerð spjallþáttar hennar í Bandaríkjunum að undanförnu og ríma illa við þá mynd sem flestir áhorfendur hafa haft af konunni sem virkar hvers manns hugljúfi á skjánum og gefur gestum í sal gjafir á bæði borð áður en hún klykkir út með frasanum „verið almennileg hvert við annað“.

Fallið hefur hratt á glansmyndina og fjölmiðar beggja vegna Atlantsála velta nú fyrir sér hvort Ellen sé hreinlega búin að vera sem þáttastjórnandi í sjónvarpi.

Tekur James Corden við af Ellen?
Tekur James Corden við af Ellen? AFP


Grunngildin virt að vettugi

Sjálf hefur Ellen DeGeneres sent samstarfsfólki sínu bréf og beðist velvirðingar á því að grunngildi þáttarins um hamingju og vellíðan hafi ekki verið í heiðri höfð. Í því sambandi bendir hún þó aðallega á aðra en sjálfa sig. „Sem manneskja sem var dæmd og missti hér um bil allt fyrir að vera bara ég sjálf skil ég mætavel og hef djúpa samúð með öllum sem litnir hafa verið hornauga eða illa hefur verið komið fram við, ekki sem jafningja, eða – sem verra er – sýnd lítilsvirðing. Að einhverjum ykkar hafi liðið þannig er hræðilegt frá mínum bæjardyrum séð,“ segir Ellen í bréfinu.

Næsta sería af þættinum á að fara í loftið 9. september og hefur WarnerMedia enn sem komið er staðið við bakið á Ellen. Leitin að arftaka hennar er þó hafin í fjölmiðlum ytra og er enski háðfuglinn James Corden oftast nefndur í því sambandi en hann hefur slegið í gegn í þættinum The Late Late Show á CBS.

Nánar er fjallað um málið í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það háir þér hvað þú þráir að kaupa einhvern fjandann í dag. Njóttu þess með ástvinum þínum því þú hefur svo sannarlega unnið fyrir því.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það háir þér hvað þú þráir að kaupa einhvern fjandann í dag. Njóttu þess með ástvinum þínum því þú hefur svo sannarlega unnið fyrir því.