Huldudóttir Myrkrahöfðingjans

Aimée Osbourne (t.h) fæst við söng eins og faðir hennar.
Aimée Osbourne (t.h) fæst við söng eins og faðir hennar. AFP

Hver man ekki eftir vísitölufjölskyldunni geðþekku, Ozzy, Sharon, Kelly og Jack, sem birtist heiminum í öllu sínu veldi í hinum vinsælu sjónvarpsþáttum The Osbournes á MTV-sjónvarpsstöðinni frá 2002 til 2005?

Einn, tveir, þrír … Já, allir. Þið megið setja hendurnar niður núna. Færri vita þó líklega að einn fjölskyldumeðlim vantaði; elstu dóttur þeirra Ozzys mykrahöfðingja og Sharonar, Aimée. Hún var átján ára á þessum tíma, hafði metnað til að verða söngkona og gat ekki hugsað sér að taka þátt í sprellinu með foreldrum sínum og systkinum. Það gekk raunar svo langt að hún flutti út af heimilinu til að tryggja sér skjól frá myndavélunum.

„Faðir minn var býsna þekktur meðan ég var að vaxa úr grasi og ég mat einkalíf mitt alltaf mikils innan fjölskyldunnar,“ sagði Aimée í samtali við bandarísku útvarpsstöðina Q104.3 í New York á dögunum.

Hún gerði strax ráð fyrir því að þættirnir myndu vekja mikla athygli og gat ekki hugsað sér að verða þekkt fyrir að vera unglingur á þessu óvenjulega heimili sem myndi svo loða við hana um aldur og ævi. „Það rímaði ekki við þá sýn sem ég hafði á framtíðina. Þetta kom augljóslega vel út fyrir hina fjölskyldumeðlimina en ég hefði aldrei getað íhugað af neinni alvöru að taka þátt í þessu,“ sagði hún í viðtalinu.

Osbourne-fjölskyldan í banastuði að vanda; Sharon, Jack, Ozzy og Kelly.
Osbourne-fjölskyldan í banastuði að vanda; Sharon, Jack, Ozzy og Kelly. AFP


Aimée gat ekki hugsað sér að rugla saman opinberu lífi og einkalífinu; hún þurfti einfaldlega meira næði en foreldrar hennar gátu boðið henni upp á. Ákvörðun hennar um að halda sig alfarið frá þáttunum reyndi líka á fjölskylduna og Sharon hefur margsagt að val Aimée hafi verið þungbært.

„Elsta dóttir mín, Aimée, fór ung að heiman; gat ekki búið í húsinu vegna þess að sjónvarpsupptökurnar gerðu hana brjálaða,“ sagði hún í samtali við sjónvarpsþáttinn Talk Talk. „Hún vildi ekki alast upp í mynd. Hún þoldi ekki þá hugmynd, hafði raunar ímugust á henni. Þannig að hún fór og ég iðrast þess á hverjum einasta degi.“

Nánar er fjallað um Aimée og Osbourne-fjölskylduna í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu óhræddur við að bera upp þær spurningar, sem þér liggja á hjarta. Haltu áfram á sömu braut því þú munt verða stolt/ur af þeim árangri sem þú nærð.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu óhræddur við að bera upp þær spurningar, sem þér liggja á hjarta. Haltu áfram á sömu braut því þú munt verða stolt/ur af þeim árangri sem þú nærð.