Brad Pitt bað Jennifer Aniston afsökunar

Brad Pitt og Jennifer Aniston eru orðnir nánir vinir aftur …
Brad Pitt og Jennifer Aniston eru orðnir nánir vinir aftur ef marka má fréttir Mirror. mbl.is/AFP

Samkvæmt Mirror þá eru Brad Pitt og Jennifer Aniston orðnir nánir vinir aftur. Það átti sér stað eftir að Pitt hitti Aniston og gerði upp sinn hluta af sambandinu þeirra. 

Sögusagnir hafa lengi verið um að Pitt hafi beðið um skilnað við Aniston vegna leikkonunnar Angelinu Jolie. Pitt er reyndar á því að hann hafi skilið vegna þess að hann var orðinn leiður á sjálfum sér og vantaði meiri spennu í lífið. Hann hafi þroskast með árunum og sjái nú fortíðina með öðrum augum.  

Það sem sameinaði Pitt og Aniston hér á árum áður var djúpur vinskapur þeirra. Því var skilnaðurinn mikið áfall fyrir Aniston sem vildi byggja upp hjónabandið til frambúðar með Pitt.  

Ekki er vitað hvort þau muni ná saman í sambandi aftur. Eitt er víst að Brad Pitt er að taka ábyrgð á sínu lífi og vill vera vinur fólksins sem honum þykir vænt um. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu óhræddur við að bera upp þær spurningar, sem þér liggja á hjarta. Haltu áfram á sömu braut því þú munt verða stolt/ur af þeim árangri sem þú nærð.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu óhræddur við að bera upp þær spurningar, sem þér liggja á hjarta. Haltu áfram á sömu braut því þú munt verða stolt/ur af þeim árangri sem þú nærð.