Slasaðist á baki á hjóli

Tónlistarmógúllinn Simon Cowell datt á slysi um helgina.
Tónlistarmógúllinn Simon Cowell datt á slysi um helgina. AFP

Hæfileikadómarinn Simon Cowell lenti í því óhappi um helgina að slasast á baki á rafmagnsfjallahjóli. Hinn sextugi Cowell fór í aðgerð um helgina og mun jafna sig en hann mælir með því að fólk lesi leiðbeiningar áður en það prófar rafmagnshjól.  

Talskona Cowells sagði að hann hefði meitt sig á nokkrum stöðum í bakinu að því er fram kemur á vef BBC og að hann hefði verið að prófa nýja hjólið þegar slysið átti sér stað. 

„Nokkur góð ráð ... Ef þú kaupir rafmagnsfjallahjól, lestu leiðbeiningarnar áður en þú ferð á það í fyrsta sinn. Ég er búinn að brjóta hluta af baki mínu,“ tísti Cowell og þakkaði fyrir falleg skilaboð. Í öðru tísti þakkaði hann einnig heilbrigðisstarfsfólki í Los Angeles sem annaðist hann. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Cowell dettur og meiðir sig illa. Hann datt einnig árið 2017 í stiga heima hjá sér í London. 

Simon Cowell.
Simon Cowell. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að öllu jöfnu varkár í peningamálunum en í dag er hætt við að þú fallir í einhvers konar freistni. Mundu bara að sönn leit beinist inn á við að manns innri manni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að öllu jöfnu varkár í peningamálunum en í dag er hætt við að þú fallir í einhvers konar freistni. Mundu bara að sönn leit beinist inn á við að manns innri manni.