Aniston leið og vill drífa 2020 af

Jennifer Aniston.
Jennifer Aniston. AFP

Tökum á nýjum þætti af Vinum hefur enn og aftur verið frestað. Það eru ekki bara aðdáendur sem eru svekktir. Leikkonan Jennifer Aniston segist í viðtali við Deadline einnig vera afar leið en lítur þó á aðstæðurnar með jákvæðum augum.

Upphaflega átti að taka þáttinn upp um miðjan mars. Dagsetningunni var síðan frestað fram í maí en var svo frestað aftur og er ekki búið að ákveða nýja dagsetningu. 

„Það er mjög leiðinlegt að við þurftum að færa hana aftur,“ sagði Aniston sem hlakkar til að taka þáttinn upp þegar það er öruggt. „Þetta var: „Hvernig gerum við þetta með áhorfendum?“ Það er ekki öruggt núna. Það er málið.“

„Þetta verður æði. Veistu hvað? Þetta hefur gefið okkur meiri tíma til þess að gera þetta spennandi og skemmtilegra en það hefði annars verið. Svo ég vel að horfa á þetta þannig að glasið er hálffullt,“ sagði Aniston og bætti við að þau væru ekki að fara neitt. 

Kórónuveirufaraldurinn hefur haft áhrif á Aniston eins og svo marga aðra og hefur árið ekki verið það besta í hennar lífi. „Ég þarf að endurnýja ökuskírteinið mitt og ég vil ekki að það standi 2020 á því,“ sagði Aniston sem sagðist bara vilja drífa 2020 af. 

Jennifer Aniston.
Jennifer Aniston. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson