Halle Berry í Bond-bikiníi 18 árum seinna

Halle Berry var í appelsínugulu bikiní um daginn rétt eins …
Halle Berry var í appelsínugulu bikiní um daginn rétt eins og í James Bond-myndinni árið 2002. Samsett mynd

Óskarsverðlaunaleikkonan Halle Berry birti mynd af sér í appelsínugulum stundfötum á Instagram. Aðdáendur hennar voru fljótir að sjá líkindin með klæðnaði hennar á myndinni og klæðnaðinum í atriði í James Bond-myndinni Die Another Day.

Í Bond-myndinni, sem kom út árið 2002, lék Berry Jinx. Atriðið þegar hún birtist upp úr sjónum á ströndinni og grípur athygli James Bond, sem Pierce Brosnan lék, er eitt af eftirminnilegustu James Bond-atriðum síðari ára. 

Berry verður 54 ára í vikunni en það er ekki að sjá að hún hafi breyst mikið á þeim tæpu tveimur áratugum sem liðnir eru síðan hún lék í myndinni. Hún hefur þó safnað bæði hári og vöðvum en Berry er dugleg að sýna hversu dugleg hún er að æfa á samfélagsmiðlum. 

View this post on Instagram

Never been a shady beach. 😂

A post shared by Halle Berry (@halleberry) on Aug 9, 2020 at 3:07pm PDTmbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er kominn tími til að slaka á og taka því rólega. Veislur, sem haldnar eru í dag, verða óvenju ánægjulegar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er kominn tími til að slaka á og taka því rólega. Veislur, sem haldnar eru í dag, verða óvenju ánægjulegar.