Meghan leit á Karl sem sinn annan föður

Harry og Meghan gengu í hjónaband árið 2018.
Harry og Meghan gengu í hjónaband árið 2018. AFP

Bókin Find­ing Freedom kom út í dag, 11. ágúst, og fjallar um hertogahjónin af Sussex. Í bókinni eru að finna nákvæmar upplýsingar um Harry Bretaprins og Meghan hertogaynju. Meghan reyndi sitt allra besta að aðlagast fjölskyldu Harry að því fram kemur á vef Daily Mail.

Eitt af því sem kemur í ljós í bókinni er að Meghan leit á Karl Bretaprins ekki aðeins sem tengdaföður heldur sem sinn annan föður. Karl Bretaprins leiddi Meghan upp að altarinu í brúðkaupi Harry og Meghan eftir að faðir hennar, Thomas Markle, hætti við á síðstu stundu vegna heilsufars, seinna kom í ljós að Markle fékk borgað fyrir að stilla sér upp fyrir götuljósmyndara. Heimildarmaður segir Meghan hafa fundið fyrir stuðningi og ást í fari Karls sem breytti lífi hennar til hins betra.

Er Karl Bretaprins einnig sagður afar hrifinn af bandarísku tengdadóttur sinni. „Prinsinn af Wales hefur alltaf verið hrifinn af fólki út listaheiminum eins og Emmu Thompson sem hann hefur verið vinur í mörg ár,“ sagði heimildarmaður um vinskap þeirra Meghan og Karls.

Meghan og Elísabet voru brosmildar í konunglegu heimsókninni þann 14. …
Meghan og Elísabet voru brosmildar í konunglegu heimsókninni þann 14. júní 2018. AFP

Drottningin sjálf hjálpaði Meghan einnig að aðlagast nýja lífinu. Þær mættu saman á viðburð þann 14. júní 2018. „Drottningin var yndisleg, hlýleg og örlát við nýju hertogaynjuna,“ sagði heimildarmaður náinn drottningunni. Á drottningin að hafa passað að Meghan liði vel og hún vissi hvað væri í gangi í ferðinni. Hún á einnig að hafa gefið Meghan perlu- og demantseyrnalokka áður en þær stigu út úr lestinni. 

Meghan er lýst sem fróðleiksfúsri manneskju sem sást oft með fangið fullt af upplýsingum svo hún myndi gera allt rétt. Hún er sögð hafa tekið hlutverk sitt mjög alvarlega. Dagurinn með drottningunni var þó öðruvísi þar sem hún var í konunglegu námskeiði. 

Hertogahjónin neita að hafa veitt viðtöl en vinir þeirra eru þó sagðir hafa veitt innsýn í líf þeirra og aðdraganda þess að þau hættu formlegum skyldum sínum fyrir hönd bresku konungsfjölskyldunnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson