Það sem stíaði þeim í sundur

Miley Cyrus og Liam Hemsworth voru gift í sjö mánuði.
Miley Cyrus og Liam Hemsworth voru gift í sjö mánuði. AFP

Eftir að hafa verið sundur og saman um langa hríð ákváðu Miley Cyrus og Liam Hemsworth loks að giftast í desember 2018. Allir héldu að nú hefðu þau loks fundið lykilinn að gæfusömu sambandi en svo reyndist þó ekki vera. Átta mánuðum síðar var hjónabandinu lokið.

Sundur og saman

Hemsworth og Cyrus kynntust við tökur á myndinni Last Song. Þau fóru upphaflega leynt með samband sitt en opinberuðu það formlega á rauða dreglinum í mars 2010. Á plötu Cyrus Can´t be Tamed má heyra texta þar sem hún lýsir því hvernig strákar reyni að stjórna sér. Cyrus hefur viðurkennt árið 2010 að flestir textarnir fjalli að einhverju leyti um samband sitt við Hemsworth. Þegar þau byrjuðu saman hafi henni liðið sem hún væri vængstýfð. Í kjölfarið hættu þau saman í fyrsta skiptið en byrjuðu svo aftur saman nokkrum mánuðum síðar. Eftir nokkurt rót trúlofuðust þau árið 2012. Hemsworth gaf Cyrus forláta demantshring og Cyrus sagðist vera svo hamingjusöm að vera að fara að verja lífinu með Hemsworth.

Miley Cyrus vakti athygli fyrir djarfa framkomu á MTV-verðlaunahátíðinni.
Miley Cyrus vakti athygli fyrir djarfa framkomu á MTV-verðlaunahátíðinni. AFP

Framhjáhöld og ögrandi framkoma

Árið 2013 var stormasamt hjá parinu. Þau voru sögð hafa haldið fram hjá hvort öðru. Cyrus með leikaranum Ed Westwick en Hemsworth með leikkonunni January Jones. Þá ætlaði allt um koll að keyra þegar Cyrus „twerkaði“ uppi á sviði með söngvaranum Robin Thicke á MTV-verðlaunahátíðinni í húðlituðum plastundirfötum. Hemsworth hætti með Cyrus í kjölfarið og byrjaði með mexíkósku leikkonunni Elízu Gonzales. Cyrus virtist þó í ástarsorg og gaf út lagið Wrecking Ball. Loks fór hún aftur að hitta fólk og tilkynnti einnig að hún væri pan-kynhneigð og laðaðist að báðum kynjum.

Cyrus og Hemsworth á brúðkaupsdaginn.
Cyrus og Hemsworth á brúðkaupsdaginn. Skjáskot/Instagram

Fundu aftur ástina

Ekki leið á löngu þar til leiðir Hemsworth og Cyrus lágu aftur saman og innan mánaðar voru þau aftur trúlofuð. Í viðtali í september 2017 sagði Cyrus að hefði hún verið spurð fyrir þremur árum hvort hún tryði því að hún ætti eftir að enda með ástinni sinni þá hefði hún verið mjög hissa. „Ég er bara að kanna þetta. Í sumum samböndum tapar maður sér. Ég virðist hafa fundið mig. Ég veit ekki hvað næstu þrjú ár hafa í för með sér en ef í þeim felst meiri hamingja þá er ég sátt.“ Hamingjan entist þó ekki lengi. 2018 var Hemsworth búinn að fá nóg. Cyrus var stöðugt að slá brúðkaupinu á frest og hann vildi meiri skuldbindingu frá henni. Þá vildi hann fara að huga að barneignum fljótlega en hún ekki. Það kom því öllum að óvörum þegar þau loks giftu sig 23. desember 2018.

Endalokin

Í júlí 2019 sagði Cyrus í viðtali að hún laðaðist enn að konum og að fólk gæti ekki skilið þeirra flókna og nútímalega samband. „Margir eiga erfitt með að skilja að ég sé gift en samband okkar er hins vegar einstakt. Ég er í gagnkynhneigðu sambandi en ég laðast samt að konum,“ sagði Cyrus í viðtali við Elle og sagði um leið að eiginkonu-stimpillinn ætti illa við hana. „Ég passa ekki inn í hina dæmigerðu eiginkonuímynd.“ Stuttu síðar var hjónabandinu lokið. Sagt var að Hemsworth hafi dauðlangað í barn og Cyrus var ekki tilbúin í barneignir. Heimildarmenn segja að þau hafi aldrei verið á sömu blaðsíðunni hvað varðar það sem mestu máli skiptir í lífinu. Þannig að hjónabandið átti aldrei möguleika.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er kominn tími til að slaka á og taka því rólega. Veislur, sem haldnar eru í dag, verða óvenju ánægjulegar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er kominn tími til að slaka á og taka því rólega. Veislur, sem haldnar eru í dag, verða óvenju ánægjulegar.