Með eins húðflúr eftir stutt samband

Kaia Gerber og Cara Delevingne sáust saman í faðmlögum.
Kaia Gerber og Cara Delevingne sáust saman í faðmlögum. Samsett mynd

Ofurfyrirsæturnar Kaia Gerber og Cara Delevingne eru komnar með eins húðflúr. Delevigne fagnaði 28 ára afmæli í gær og sýndi Gerber ný húðflúr þeirra við tilefnið. Húðflúrin gefa til kynna að þær eigi í nánu sambandi. 

Orðrómur um að Deleving­ne og Gerber ættu í ástarsambandi fór af stað í sumar. Nýju húðflúrin ýta undir þær sögusagnir en í stað þess að fá sér áletrunina „soulmate“ eða sálufélagi fengu þær sér orðið „solemate“ sem lauslega mætti þýða sem sólafélagar. Orðið er notað fyrir einfætt fólk sem getur deilt skópörum. 

Fyr­ir­sæt­urn­ar Cara Deleving­ne og Kaia Ger­ber sáust í faðmlög­um og hald­ast í hend­ur við Black Li­ves Matter mót­mæli í Los Ang­eles í júlí. Deleving­ne hætti með Ashley Ben­son leik­konu úr Pretty Little Li­ars í vor en Gerber sem verður 19 ára í næsta mánuði hætti með grínistanum Pete Davidson í vetur. 

Kaia Gerber og Cara Delevingne eru með eins húðflúr.
Kaia Gerber og Cara Delevingne eru með eins húðflúr. Skjáskot/Instagram
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu ró þinni á hverju sem gengur og líttu bara á björtu hliðar tilverunnar. Hafðu þó engar áhyggjur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Haltu ró þinni á hverju sem gengur og líttu bara á björtu hliðar tilverunnar. Hafðu þó engar áhyggjur.