RÚV ekki búið að taka ákvörðun um Eurovision

Daði og Gagnamagnið sigraði í Söngvakeppninni árið 2020.
Daði og Gagnamagnið sigraði í Söngvakeppninni árið 2020. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Enn er verið að ákveða hvernig staðið verður að því að velja keppanda fyrir Söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva árið 2021. Verið er að skoða málið en meðal annars hefur heyrst að Daði Freyr Pétursson muni mögulega fara út til Rotterdam á næsta ári. 

Felix Bergsson sagði í samtali við mbl.is að ýmsar sviðsmyndir séu á borðinu en það hafi ekki verið tekin nein ákvörðun. Felix segir að vissulega sé mikið kallað eftir því af hálfu erlendra aðdáanda að Daði Freyr fái að fara út. Einnig sé ákveðin pressa hér heima en Felix telur þó að fólk myndi sakna Söngvakeppninnar ef hún færi ekki fram.

Felix vísaði einnig á Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóra RÚV. Skarphéðinn sagði að engar ákvarðanir hefðu verið teknar um fyrirkomulagið á næsta ári. 

„Sá háttur hefur verið á síðustu árin að nota tímann frá síðustu keppni og fram í september, þegar lokafrestur um tilkynningu um þátttöku í Eurovision rennur út, í að vega og meta vel og vandlega hvaða leið sé vænlegast að fara í þessum efnum, hvað varðar þátttöku RÚV í stóru keppninni og þá hvernig vali á lagi sem keppir fyrir Íslands hönd verður best háttað að teknu tilliti til allra þátta. Sá háttur er hafður á í ár og sú vinna því enn í gangi,“ sagði Skarphéðinn. 

Mbl.is leitaði eftir svörum frá Daða Frey en hann svaraði ekki. Daði Freyr sigraði í Söngvakeppninni árið 2020 með laginu Think About Things og átti að fara út fyrir Íslands hönd. Eurovision-keppnin fór ekki fram í ár vegna kórónuveirunnar. Reglur Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva eru á þá leið að lagið má ekki vera gamalt. Ef Daði fer út á næsta ári þarf hann að koma fram með nýtt lag.  

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt öllum líki ekki málflutningur þinn þýðir það ekki að þú eigir að þegja. Sambönd sem ganga vel og ánægjulega með lítilli fyrirhöfn geta orðið eins og sjálfsagður hlutur.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt öllum líki ekki málflutningur þinn þýðir það ekki að þú eigir að þegja. Sambönd sem ganga vel og ánægjulega með lítilli fyrirhöfn geta orðið eins og sjálfsagður hlutur.