Tónleikum Khalid á Íslandi frestað til 2021

Tónleikum Khalid á Íslandi hefur verið frestað.
Tónleikum Khalid á Íslandi hefur verið frestað. AFP

Tónleikar með Khalid sem áttu að fara fram 25. ágúst í Laugardalshöllinni hefur verið frestað til 14. júlí 2021. Ástæðan er útbreiðsla kórónuveirunnar. Miðahafar geta fengið endurgreitt ef ný dagsetning hentar ekki að því fram kemur í fréttatilkynningu Senu. 

Tónlistarmaðurinn er afar vinsæll nú um stundir og var nýlega titilaður einn áhrifamesti einstaklingur heims af Time 2019. Khalid sló fyrst í gegn með lag­inu Locati­on árið 2016. Hann gaf út sína fyrstu plötu, American Teen, árið 2017 sem inni­hélt Locati­on auk Young Dumb & Broke, sem einnig sló ræki­lega í gegn.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er kominn tími til að slaka á og taka því rólega. Veislur, sem haldnar eru í dag, verða óvenju ánægjulegar.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er kominn tími til að slaka á og taka því rólega. Veislur, sem haldnar eru í dag, verða óvenju ánægjulegar.