52 þúsund á tvær íslenskar

Markelsbræður, Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson, með Ladda á …
Markelsbræður, Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson, með Ladda á milli sín. Díana Júlíusdóttir

Tvær íslenskar kvikmyndir sem nú eru í bíó, Amma Hófí og Síðasta veiðiferðin, hafa notið mikilla vinsælda í kófinu og fjöldi þeirra sem nú hafa séð þær orðinn næstum sá sami og sá allar íslenskar myndir í bíó í fyrra, 16 talsins. 

Kvikmyndagerðarmennirnir og -framleiðendurnir Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson, sem kalla sig Markelsbræður, framleiddu báðar myndirnar og leikstýrðu auk þess Síðustu veiðiferðinni en saman reka þeir fyrirtækið Markell Productions. Báðar eru gamanmyndir og greinilegt að Íslendingar sækjast eftir íslenskum kvikmyndum sem létta lundina. Árið í fyrra var einkar slæmt hvað varðar aðsókn að íslenskum kvikmyndum. Aðeins ein íslensk kvikmynd, Agnes Joy, var  á lista yfir þær 20 tekjuhæstu árið 2019, með ríflega 19,7 milljónir og um 12 þúsund gesti.

Anna Svava Knútsdóttir og Laddi í Ömmu Hófí. Á bakvið …
Anna Svava Knútsdóttir og Laddi í Ömmu Hófí. Á bakvið þau læðist Edda Björgvinsdóttir.

Í tilkynningu sem barst í janúar frá FRÍSK, Félagi rétthafa í sjónvarpi og kvikmyndum, sem heldur utan um aðsóknartölur kvikmyndahúsa, kom fram að 16 íslensk verk hefðu verið sýnd í kvikmyndahúsum á árinu 209,  sami fjöldi og árið áður, 2018. Þrátt fyrir það voru heildartekjur af íslenskum kvikmyndum og heimildamyndum um 68% minni miðað við árið á undan. Um 54 þúsund manns keyptu sér miða á íslenskar myndir árið 2019 en 164 þúsund manns árið 2018, að því er fram kom í tilkynningunni. Árið 2018 var aðsóknin mest að Lof mér að falla og Víti í Vestmannaeyjum. „Auðvitað hefur maður áhyggjur þegar svona ár koma. Þetta er alltaf sveiflukennt milli ára en maður er aldrei ánægður eftir svona ár,“ sagði  Kristinn Þórðarson, formaður Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, í samtali við Morgunblaðið 23. janúar um bíóárið 2019. 

Úr hinni gríðarvinsælu gamanmynd Síðasta veiðiferðin.
Úr hinni gríðarvinsælu gamanmynd Síðasta veiðiferðin.

Erfitt er að spá um hversu mikla aðsókn Amma Hófí og Síðasta veiðiferðin hefðu hlotið hefði ekki komið til farsóttarinnar með samkomubanni og svo fjöldatakmörkunum. Mögulega hefði aðsóknin verið meiri, hver veit, en báðar hlutu lága styrki frá Kvikmyndamiðstöð Íslands, um 15 milljónir króna samtals. 

Örn Marinó Arnarson, annar framleiðenda myndanna, sagði í samtali við Morgunblaðið 14. júlí síðastliðinn, um gott gengi Ömmu Hófí, að þeir Þorkell væru hæstánægðir með viðtökur landsmanna. Markmiðið hafi verið að létta landanum lundina. „Við viljum að fólk komi og skemmti sér enda er þetta hörkumynd. Svo er auðvitað bara plús að þetta skuli vera íslenskt efni,“ sagði Örn. Fyrir neðan má sjá sýnishorn úr báðum gamanmyndunum.

Sýnishorn úr Ömmu Hófí: 

Sýnishorn úr Síðustu veiðiferðinni: mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að það er ekki allt gull sem glóir og að lífshamingjan felst ekki bara í efnislegum gæðum þótt gagnleg séu. Eftir nokkra daga getur þú skoðað ferðaplönin á ný.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Mundu að það er ekki allt gull sem glóir og að lífshamingjan felst ekki bara í efnislegum gæðum þótt gagnleg séu. Eftir nokkra daga getur þú skoðað ferðaplönin á ný.