Hætt með kærastanum

Miley Cyrus.
Miley Cyrus. AFP

Söngkonan Miley Cyrus er hætt með kærasta sínum, tónlistarmanninum Cody Simpson. Fyrst fréttist af sambandi Cyrus og Simpson í október í fyrra. Mikið fór fyrir sambandi Cyrus og Simpson og voru þau dugleg að birta myndir af sér saman á samfélagsmiðlum. 

Heimildarmaður TMZ segir að aðeins séu nokkrar vikur síðan að parið hætti saman og ekki sé ljóst af hverju þau hættu saman. Mikið hefur gengið á í lífi Cyrus að undanförnu. Hún greindi meðal annars frá því í sumar að hún væri búin að vera edrú í hálft ár. Simpson hjálpaði Cyrus einnig þegar hún fór í aðgerð á raddböndum í nóvember í fyrra og parið fékk sér eins húðflúr. 

Cyrus var nýhætt með kærustu sinni Kaitlynn Carter þegar hún byrjaði með Simpson. Hún byrjaði með Carter stuttu eftir að hún skildi við eiginmann sinni, leikarann Liam Hemsworth.

Cody Simpson.
Cody Simpson. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú lætur reyna á sannfæringarkraft þinn. Leitaðu því ekki langt yfir skammt heldur slakaðu á og þegar ró er komin yfir þig þá blasir lausnin við.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú lætur reyna á sannfæringarkraft þinn. Leitaðu því ekki langt yfir skammt heldur slakaðu á og þegar ró er komin yfir þig þá blasir lausnin við.