Prinsinn notaður í gleraugnaauglýsingu

Daníel prins er greinilega
Daníel prins er greinilega "trendsetter" í heimi gleraugna. FABRIZIO BENSCH

Daníel prins, eiginmaður Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar, prýðir nú auglýsingaskilti fyrir gleraugu í Marokkó. Gleraugnaverslunin Optique Chaab er talin hafa notað mynd af prinsinum í leyfisleysi til þess að markaðssetja gleraugu sín í Marokkó. Þetta kemur fram í frétt Expressen um málið. 

Upplýsingafulltrúi sænsku konungshallarinnar segir að verið sé að rannsaka málið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem sænsku hjónin rata í auglýsingar án vitundar konungshallarinnar. Á síðasta ári birtist mynd af þeim í kínverskri auglýsingu þarlends fasteignafélags. Sænska hirðin tók á málunum, hafði samband við umrætt félag og bað þá um að fjarlægja auglýsinguna.

Mynd af auglýsingaskiltinu í Marokkó.
Mynd af auglýsingaskiltinu í Marokkó. Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant