Prinsessa sem fer ótroðnar slóðir

Anna prinsessa á 70 ára afmæli sínu.
Anna prinsessa á 70 ára afmæli sínu. AFP

Anna prinsessa fagnar í dag 70 ára afmæli sínu. Hún fæddist 15. ágúst 1950 í Clarence House og hlaut nöfnin Anne Elizabeth Alice Louise. Hún er annað barn Elísabetar II Bretlandsdrottningar og Filippusar prins og þeirra eina dóttir. Þá er hún fjórtándi í röðinni sem erfingi krúnunnar.

Drottningin með Önnu prinsessu og Karli prins.
Drottningin með Önnu prinsessu og Karli prins. Skjáskot/Instagram

Keppti á Ólympíuleikunum

Anna hefur alltaf verið óhrædd við að fara ótroðnar slóðir. Sjálf bað hún um að fara í venjulegan skóla og var hún þar með fyrsta prinsessan sem gekk í hefðbundinn skóla utan hallarinnar. Anna prinsessa er margverðlaunuð hestakona og var valin íþróttamaður ársins hjá BBC árið 1971 (BBC Sports Personality of the Year) sem og Íþróttakona Bretlands (British Sportswoman of the Year). Þá var hún fyrsti innan konungsfjölskyldunnar til þess að keppa á Ólympíuleikum en hún keppti í hestamennsku á Ólympíuleikunum í Montreal árið 1976. Anna hefur alla tíð staðið þétt að baki íþróttahreyfingarinnar og talið er að hún hafi átt veigamikinn þátt í því að fá Ólympíuleikana haldna í London árið 2012.

Anna prinsessa er margverðlaunuð hestakona sem og dóttir hennar Zara …
Anna prinsessa er margverðlaunuð hestakona sem og dóttir hennar Zara Phillips. Skjáskot/Instagram

Börnin ekki með konunglega titla

Anna giftist fyrri eiginmanni sínum Mark Phillips með pompi og prakt árið 1973. Í brúðkaupinu voru tvö þúsund gestir og henni sjónvarpað beint. Anna eignaðist með Phillips tvö börn Peter og Zara Phillips. Athygli vakti að hún ákvað að gefa ekki börnum sínum konunglega titla og ól þau upp með það fyrir augum að þau þyrftu að vinna til þess að sjá fyrir sér.

Árið 1992 skildu Anna og Phillips og undir lok sama árs giftist Anna Timothy Laurence. Athöfnin átti sér stað í lítilli kapellu í Skotlandi en á þeim tíma leyfði enska kirkjan ekki fráskildu fólki að giftast í sínum kirkjum ef fyrrverandi makinn væri enn á lífi. Anna og Laurence eru enn gift og eiga engin börn saman.

Anna prinsessa er ein sú duglegasta í konungsfjölskyldunni og er …
Anna prinsessa er ein sú duglegasta í konungsfjölskyldunni og er velgjörðamaður yfir 300 góðgerðasamtaka. Bethany Clarke

Lítið gefin fyrir innantómt kurteisishjal

Anna er sterkur persónuleiki og á það til að vera kjaftfor. Það kom bersýnilega í ljós í mannránstilrauninni sem hún varð fyrir árið 1974. Bíl hennar var gert að stoppa og vopnaður maður með geðræn vandamál, Ian Ball, veittist að þeim með byssu. Hann særði tvo lögregluþjóna sem fylgdu Önnu. Mannræninginn skipaði Önnu að stíga úr bílnum og hún svaraði að bragði: „Not bloody likely!“. Anna segist hafa verið hrædd um að færi hún úr bílnum yrði hún svo reið að hún myndi ráðast á hann og þannig slasast í átökum.

Það sem varð henni til happs er að fyrrverandi hnefaleikamaður sem átti leið framhjá gerði sér lítið fyrir og kýldi árásarmanninn í höfuðið aftanvert og leiddi Önnu prinsessu og fylgdarkonu hennar í burtu. Ball játaði sig sekan um tilraunir til manndráps og mannráns og var lagður inn til vistunar á viðeigandi stofnun þar sem hann dvelur enn þann dag í dag.

Þrátt fyrir að vera afskaplega vinsæl meðal bresku alþýðunnar hefur breska pressan kallað Önnu „Her Royal Rudeness“ þar sem hún hefur litla þolinmæði fyrir myndatökur og innantómt kurteisishjal. Það mátti til dæmis sjá á myndbandsupptöku þegar drottningin virtist skamma hana fyrir að heilsa ekki upp á Donald Trump. Anna prinsessa einfaldlega yppti öxlum.

Anna prinsessa þar sem henni líður best í Gatcombe Park …
Anna prinsessa þar sem henni líður best í Gatcombe Park í Stroud, suðvestur Englandi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant