„Enginn raunverulega þekkir mig“

Paris Hilton
Paris Hilton AFP

Paris Hilton segist vera svo vön því að leika að það er erfitt fyrir hana að vera venjuleg. Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd um Paris Hilton sem ber nafnið This is Paris sem kemur út á Youtube fjórtánda september. Í myndbroti úr heimildarmyndinni má sjá Hilton rifja upp erfiðar minningar úr æsku.

„Eitthvað gerðist í æsku minni sem ég hef aldrei sagt neinum. Ég gat ekki sagt neinum því í hvert skipti sem ég reyndi þá var mér refsað. Ég fæ enn martraðir út af þessu. Það eina sem bjargaði geðheilsu minni var að hugsa um hver ég ætlaði að verða þegar ég kæmist út úr þessum aðstæðum. Ég bara bjó til þetta vörumerki og þessa persónu sem ég hef haldið mig við alla tíð síðan,“ segir Hilton.

„Mér líður eins og allur heimurinn telji sig þekkja mig. En enginn raunverulega þekkir mig. Stundum ekki einu sinni ég sjálf. Það var ekki alltaf svona. Ég er svo vön að leika ákveðinn persónuleika að það er erfitt að vera venjuleg.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur látið hlutina danka heima fyrir, en verður nú að bretta upp ermarnar og gera eitthvað. Hafðu hugfast að áhyggjur breyta engu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur látið hlutina danka heima fyrir, en verður nú að bretta upp ermarnar og gera eitthvað. Hafðu hugfast að áhyggjur breyta engu.