Kardashian ætlar að frelsa C-Murder

Kim Kardashian West ætlar að frelsa Corey Miller.
Kim Kardashian West ætlar að frelsa Corey Miller. AFP

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West hyggist frelsa rapparann C-Murder sem setið hefur í fangelsi frá árinu 2002. C-Murder, sem réttu nafni heitir Corey Miller, var dæmdur árið 2009 í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á hinum 16 ára gamla Steve Thomas. 

Kardashian West tilkynnti á sunnudag að hún ásamt teymi lögfræðinga ætlaði að skoða mál C-Murder. Í tilkynningunni, sem hún birti á Twitter, segir hún frá því að sönnunargögn í málinu hafa vakið upp spurningar og að sjónarvottar hafi dregið framburð sinn til baka síðan dæmt var í málinu.

„Það varð skelfilegur atburður hinn 18. janúar 2002 þegar ungur maður var myrtur. Daginn eftir var Corey Miller handtekinn fyrir morðið,“ skrifaði Kardashian West. Hún benti auk þess á að sögusagnir hafa verið á kreiki um að kviðdómurinn hafi verið undir pressu að sakfella hann. 

Kardashian West segir að sönnu réttlæti verði aðeins náð þegar hinn raunverulegi morðingi Thomas finnst. Hún hefur gengið til liðs við fyrrverandi kærustu C-Murder, Monicu Denise, sem hefur síðastliðin ár beitt sér fyrir því að mál hans verði tekið aftur upp. 

C-Murder sjálfur sendi frá sér kveðju á Instagram í gær þar sem hann lofaði Kardashian West og sagði hana vera engil. Hann segir að eftir fyrsta símtalið við Kardashian West fyrir 7 mánuðum þá hafi hann sofið vært í fyrsta skipti í 19 ár.

C-Murder öðlaðist frægð í tónlistarheiminum á 10. áratug síðustu aldar og hefurgefið út fjölda platna þar af nokkrar sem komu út eftir að hann var lokaður inni.

Bróðir C-Murder, rapparinn Master P, er í skýjunum yfir þeim fregnum að Kardashian West hafi ákveðið að hjálpa bróður hans. Hann sagði í viðtali við TMZ að hjálp Kardashian West sé einmitt það sem þau fjölskyldan þurfi. 

Fjölskylda C-Murder hefur ekki setið aðgerðalaus síðastliðin árin en þau reyndu á sínum tíma að ná eyrum Barack Obama þáverandi Bandaríkjaforseta. C-Murder hefur einnig farið í hungurverkfall til að reyna fara fram endurupptöku málsins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant