McGowan sakar Payne um kynferðisofbeldi

Rose McGowan var ein af fyrstu konunum sem sökuðu Harvey …
Rose McGowan var ein af fyrstu konunum sem sökuðu Harvey Weinstein um nauðgun. AFP

Bandaríska leikkonan Rose McGowan hefur sakað leikstjórann Alexander Payne um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. Payne hefur meðal annars leikstýrt kvikmyndunum The Descendants og Sideways. 

Í þræði á Twitter á mánudag og sunnudag greindi leikkonan frá upplifun sinni af leikstjóranum þegar hún var 15 ára gömul. „Þú lést mig setjast niður og kveiktir á hálfgerðri klámmynd sem þú leikstýrðir fyrir Showtime undir öðru nafni. Ég man ennþá eftir íbúðinni þinni í Silverlake,“ skrifaði McGowan á Twitter. 

McGowan var ein af fyrstu konunum til að greina opinberlega frá ósæmilegri hegðun kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein. Frásögn hennar og fleiri kvenna urðu til þess að Weinstein var að lokum dæmdur fyrir kynferðisofbeldi.

McGowan sagði frá því í tístunum að eftir að þau Payne höfðu eytt tíma saman hafi hann skilið hana eftir á götuhorni. 

Hún sagði tilganginn með því að greina frá hinu meinta ofbeldi sé ekki að eyðileggja hann heldur að fá hann til að viðurkenna það og biðja hana afsökunar. Talmenn Payne hafa ekki svarað ásökunum McGowan. 

Hún hefur einnig opnað sig um reynsluna á Instagram þar sem hún nafngreinir hann ekki en vísar til þess að það hafi hún gert á Twitter. Í færslunni á Instagram talar hún beint til hans og biður hann um að taka ábyrgð á hegðun sinni. 

View this post on Instagram

Last night I dropped a bomb of truth. For years I had thought a man I had sexual relations with was a a sexual experience I had. I now know I was groomed. I auditioned for him at 15. After my experience with him, I quit acting entirely until I was ‘discovered’ at 21. When that happened, I was like, fuck it, let’s do this. I even tweeted a congratulations on his Oscar win in 2012, that’s how deep in the Cult of Hollywood I was. It wasn’t until three weeks after the Weinstein story broke that I re-evaluated the situation. I feel badly about throwing a bomb into someone’s life and career, but I guess that’s social conditioning. I’m more sad than angry. Sad for 15 year-old me. Sad for the adult me that still thought it was a choice I made. Grooming is real. I want you all to know that it’s not your fault if you were mentally massaged into thinking it’s okay. It is not. I know this now. I would even go up to this director at events and ask him, with a smile, “remember when you had sex with me at 15?” And I would laugh it off. That is deep societal programming. If you are out there trying to have sex with an underage minor, you are committing a crime, even if the minor doesn’t know it. I was attracted to him, so I thought it was on me, but that’s not correct. I was not an adult. When it happened, I’d recently been left behind in Hollywood by a family member to fend for myself. The wolves preyed. Please recognize that if this has happened to you, the shame is not yours, it’s theirs. Give it back. Groomers are skilled operators and at 15, I was not aware of the warning signs. I named him on Twitter, but since Instagram is my softer side, I just don’t want his name here. Goddess bless us all, except for those that abuse their power. Here’s to freedom, yours and mine.

A post shared by Rose McGowan (@rosemcgowan) on Aug 17, 2020 at 1:56pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant