Faðir Spears heldur stjórninni

Britney Spears.
Britney Spears. AFP

Jamie Spears, faðir tónlistarkonunnar Britney Spears, mun að óbreyttu halda áfram að vera lögráðamaður dóttur sinnar að því er fram kemur á vef TMZ. Málið var tekið fyrir hjá dómara í gær en Britney hafði óskað eftir því að faðir hennar yrði ekki skipaður lögráðamaður hennar aftur. 

Dómari mun taka formlega ákvörðun í málinu 22. ágúst næstkomandi en allt bendir til þess að óskir Britney verði ekki uppfylltar.

Faðir hennar hefur verið lögráðamaður síðastliðin 12 ár en steig tímabundið til hliðar á síðasta ári vegna veikinda. Greint var frá því í fjölmiðlum í gær að Britney hefði óskað eftir að umboðsmaður hennar, Jodi Montgomery, héldi áfram að vera lögráðamaður hennar, en hún var tímabundið skipuð þegar Jamie steig til hliðar. 

Samkvæmt heimildum TMZ var umsókn Britney og lögmanna hennar ekki nógu vel undirbúin og þarf að skila inn frekari gögnum. 

Í gögnunum sem skilað var inn kom fram að Britney vildi ekki að faðir hennar væri lögráðamaður hennar en hún vildi hins vegar áfram hafa lögráðamann. Hún óskaði líka eftir því að banki eða fjármálafyrirtæki sæi um fjármál hennar og viðskipti.

Það sem einnig stendur í vegi fyrir því að óskir Britney verði uppfyltar af dómara er að því hefur verið lýst yfir að hún geti ekki tekið mikilvægar ákvarðanir um líf sitt vegna andlegra veikinda.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson