Hilton beitt ofbeldi í heimavistarskóla

Paris Hilton
Paris Hilton AFP

Paris Hilton var beitt ofbeldi í heimavistarskóla þegar hún var á unglingsaldri. Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd um Hilton sem frumsýnd verður á Youtube rás Hiltons í september.

Hilton segist hafa orðið fyrir miklu ofbeldi í heimavistarskólanum Provo Canyon School í Utah fylki Bandaríkjanna. Þangað var hún send vegna hegðunarörðugleika. 

Hilton ólst upp í New York og lifði hátt. „Það var mjög auðvelt að laumast út og fara á næturklúbba. Foreldrar mínir voru mjög strangir og það fékk mig til þess að fara í uppreisn gegn þeim. Þá refsuðu þau mér með því að taka af mér síma og kreditkort. En það virkaði ekki. Ég fór samt út að skemmta mér,“ segir Hilton. Að lokum gripu foreldrar hennar til þess ráðs að senda hana í heimavistarskóla þar sem áhersla var lögð á atferlismótun þar átti hún eftir að vera í ellefu mánuði.

„Ég vissi um leið að þetta átti eftir að vera slæmt. Þetta átti að vera skóli en það var engin áhersla lögð á menntun. Öskrað var á mig frá morgni til kvölds, sífelld pynding. Starfsfólkið sagði hræðilega hluti. Þau voru alltaf að gera lítið úr mér og lögðu mig í einelti. Ég held að markmiðið hafi verið að brjóta einstaklinginn niður. Þá beittu þau einnig líkamlegu ofbeldi. Þau lömdu okkur og kyrktu. Þau vildu innræta ótta. Ég fékk kvíðaköst og grét alla daga. Mér leið eins og fanga og hataði lífið. Ég fékk ekki að tala við foreldra mína, kannski bara einu sinni á tveggja til þriggja mánaða fresti. Skólinn kom í veg fyrir að ég gæti sagt þeim frá ástandinu. Þau höfðu ekki hugmynd,“ segir Hilton.

Í heimildarmyndinni koma einnig fram skólafélagar Hilton sem taka undir lýsingar hennar og segjast einnig hafa verið neydd til þess að taka inn lyf og haldið niðri með ólum sem refsing.

Hilton hætti í skólanum um leið og hún varð átján ára og sjálfráða en var of hrædd til þess að segja frá upplifun sinni þar til nú. Hún ætlar sér ekki að leggja fram kæru heldur vill frekar vekja athygli á því sem þrífst innan veggja slíkra betrunarskóla. 

„Ég vil að þessir skólar verði lokaðir. Ég vil vera rödd fyrir þau börn sem hafa upplifað ofbeldi sem þetta.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur tekið í að þurfa stöðugt að sýna einbeitni gagnvart öðrum. Þú vilt skipuleggja alla hluti sem er í góðu lagi ef þú reynir um leið að vera sveigjanlegur þegar það á við.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það getur tekið í að þurfa stöðugt að sýna einbeitni gagnvart öðrum. Þú vilt skipuleggja alla hluti sem er í góðu lagi ef þú reynir um leið að vera sveigjanlegur þegar það á við.