Systir Britney mun erfa auðæfi hennar

Jamie Lynn Spears mun erfa systur sína.
Jamie Lynn Spears mun erfa systur sína. Skjáskot/Instagram

Systir tónlistarkonunnar Britney Spears, Jamie Lynn Spears, kemur til með að erfa auðæfi systur sinnar skyldi hún falla frá. 

Jamie Lynn var útnefnd fjárhaldsmaður SJB-sjóðs Britney árið 2018 samkvæmt dómsgögnum sem Us Weekly hefur undir höndum.

Þegar Britney deyr mun Jamie Lynn erfa öll auðæfi hennar auk allra framtíðartekja hennar eftir að hún er látin.

Síðustu vikur hafa verið róstusamar hjá Britney en lögráðamál hennar var tekið fyrir hjá dómara í síðustu viku. Britney hafði lagt fram þær óskir að faðir hennar, Jamie Spears, fengi ekki aftur að verða lögráðamaður hennar. Beiðninni var hafnað.

Faðir hennar hefur verið lögráðamaður hennar síðastliðin 12 ár en steig tímabundið til hliðar á síðasta ári vegna veikinda. Þá var umboðsmaður Britney, Jodi Montgomery, skipuð lögráðamaður hennar tímabundið. Britney óskaði eftir því að hún yrði skipuð lögráðamaður ótímabundið í staðinn fyrir föður hennar en hafði ekki erindi sem erfiði.

Britney Spears.
Britney Spears. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler