Erick Morillo er látinn

Erick Morillo.
Erick Morillo. AFP

Plötusnúðurinn Erick Morillo, sem var sennilega þekktastur fyrir lagið I Like To Move It, fannst látinn á heimili sínu í Miami í Flórída á þriðjudag.

Þetta kemur fram á vef BBC en þar er haft eftir lögreglu að tæpur mánuður sé síðan hann var handtekinn fyrir að hafa beitt konu kynferðislegu ofbeldi. Morillo var ákærður fyrir að hafa ráðist á konuna, sem er plötusnúður líkt og Morillo, eftir að þau höfðu unnið saman á atburði. Að sögn konunnar vaknaði hún nakin og með Morillo nakinn sér við hlið.

Að sögn lögreglu fannst Morillo, sem var 49 ára gamall, á heimili sínu á Miami Beach en lítið annað hefur verið upplýst um andlátið. Í frétt AFP-fréttastofunnar kemur fram að ekkert bendi til þess að andlát Morillo hafi borið að með saknæmum hætti en lögregla fann hann látinn eftir að haft var samband við Neyðarlínuna.

Lagið I Like To Move It var gefið út árið 1993. Það gekk í endurnýjun lífdaga árið 2005 með kvikmyndinni Madagascar.

Morillo neitar að hafa beitt konuna kynferðislegu ofbeldi en gaf sig sjálfviljugur fram við lögreglu eftir að lífsýni sem safnað var saman eftir að konan leitaði á neyðarmóttöku bentu á hann sem geranda. Hann átti að koma fyrir dómara á föstudag vegna ákærunnar. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Eitt og annað hefur rekið á fjörur þínar, sem fær þig til að efast um þá þú hefur treyst hingað til. Yfirboðarar þínir munu koma þér á óvart næstu vikur.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant