Jesús með brjóst á forsíðu Kirkjunnar

Jesú Kristur á forsíðu Facebook-síðu Þjóðkirkjunnar.
Jesú Kristur á forsíðu Facebook-síðu Þjóðkirkjunnar. Ljósmynd/Aðsend

Þjóðkirkjan uppfærði í dag forsíðumynd sína á Facebook. Á henni gefur að líta Jesú Krist, nokkur kirkjubörn og kirkju. Það sem hefur vakið athygli er að Jesús er með brjóst og með farða.

Pétur G. Markan, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar.
Pétur G. Markan, samskiptastjóri Þjóðkirkjunnar. mbl.is

Pétur G. Markan samskiptastjóri hjá þjóðkirkjunni segir í samtali við mbl.is að myndin endurspegli fyrst og fremst samfélagið sem við búum í. Myndirnar létu þau gera fyrir auglýsingar á sunnudagaskóla kirkjunnar en Lára Garðarsdóttir teiknaði myndirnar.

„Hugmyndin að myndefninu er að fanga samfélagið sem við öll viljum tilheyra; réttlátt, fordómalaust og kærleiksríkt umhverfismiðað samfélag sem einblínir á kærleiksboðskap Jesú Krists í stað þess að hengja sig í hvers kyns hann hafi verið. Það skiptir ekki máli. Kannski var hann eftir allt saman „nonbinary“ trans Jesús eða kona. Það bara skiptir engu máli. Það sem skiptir máli er kærleikurinn og hvernig hann sífellt lagði lögmálið til hliðar og einblíndi á kærleikann, mannvirðingu og einingu allra í andanum,“ segir Pétur.

„Það á myndefnið að fanga og í sunnudagaskólanum lærir maður um kærleikann og umhverfisvernd, í öllum litum regnbogans. Við erum mjög stolt af þessu myndefni og þetta er bara byrjunin. Kirkjan er komin til að vera samferða fólki inn fjölbreytta, kærleiksríka og andríka framtíð þar sem umhverfisvernd, mannréttindi og andlegt líf eru hennar hlutverk. Kannski finnst einhverjum myndin vera stuðandi, það er þá óhjákvæmilegt. Kærleikurinn er eitt stórt gleðistuð,“ segir Pétur

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tilhugsunin um að læra eitthvað nýtt fyllir þig tilhlökkun. Ekkert virðist þér ofviða og þú hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Tilhugsunin um að læra eitthvað nýtt fyllir þig tilhlökkun. Ekkert virðist þér ofviða og þú hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt.