Beckham-hjónin sögð hafa smitast

David og Victoria Beckham eru sögð hafa veikst af kórónuveirunni …
David og Victoria Beckham eru sögð hafa veikst af kórónuveirunni í mars. AFP

David og Victoria Beckham eru sögð hafa smitast af kórónuveirunni. Hjónin eru talin hafa smitast í Bandaríkjunum í byrjun mars að því er fram kemur á vef The Sun. Beckham-hjónin hafa ekki tjáð sig um veikindin. 

„Þetta var algjör martröð,“ sagði vinur hjónanna. Knattspyrnuhetjan var að koma fótboltaliði sínu í Miami af stað og fór Victoria Beckham og fjölskylda frá Bretlandi til Bandaríkjanna til að styðja við nýjasta verkefni Davids Beckhams. Meðan á ferðinni stóð fóru þau á marga viðburði og hittu fjöldann allan af fólki. 

„Þau flugu síðan aftur til London og fóru beint á sveitasetur sitt í Cotswolds,“ sagði vinurinn. Hjónin héldu upp á afmæli elsta sonar síns í Bretlandi en hann á afmæli í byrjun mars. Hjónin eru sögð hafa flogið aftur til Bandaríkjanna, Miami nánar tiltekið.

Þegar hjónin komu til baka byrjaði David Beckham að líða illa og svo fékk Victoria Beckham hálsbólgu og hita. Á sama tíma voru bílstjórar, lífverðir og aðstoðarfólk hjónanna veik. 

„Victoria var skelfingu lostin og lét alla fjölskylduna fara í sóttkví í meira en tvær vikur,“ sagði vinurinn. Á frú Beckham að hafa talið að þau væru ofursmitarar, næstu vikur voru erfiðar en hjónin eru sögð hafa gert allt til að minnka líkur á frekara smiti. 

David og Victoria Beckham.
David og Victoria Beckham. AFP

Hjónin smituðust mögulega 1. mars þegar lið Beckhams spilaði fyrsta útileik sinn í Los Angeles. Beckham var þar ásamt fjölskyldu sinni. Hinn 6. mars héldu þau íburðarmikið afmæli fyrir son sinn Brooklyn í Bretlandi. Hjónin flugu síðan til Miami en knattspyrnustjarnan birti myndir af velli liðsins á samfélagsmiðlum. Fyrsta heimaleiknum var þó frestað vegna kórónuveirunnar.  

Hjónin eru sögð hafa farið í mótefnamælingu áður en þau ferðuðust um Evrópu í sumar. 

Talsmaður hjónanna neitaði að tjá sig um málið. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Deildu því sem þú veist og hvettu þá sem vanir eru að liggja á sínu, til þess að slaka aðeins á. Ekki láta þetta á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Deildu því sem þú veist og hvettu þá sem vanir eru að liggja á sínu, til þess að slaka aðeins á. Ekki láta þetta á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum.