Harry og Meghan borga skuldir sínar

Harry og Meghan skulda breskum skattgreiðendum ekki lengur.
Harry og Meghan skulda breskum skattgreiðendum ekki lengur. AFP

Harry Bretaprins og Meghan hertogaynja af Sussex hafa greitt til baka það sem þau skulduðu bresku krúnunni fyrir endurbætur á heimili þeirra í Bretlandi, Frogmore Cottage.

Í tilkynningu í gær, mánudag, sögðu Harry og Meghan að þau væru búin að greiða skuldir sínar að fullu. Endurbæturnar á húsinu kostuðu um 2,4 milljónir punda og voru greiddar með hinum svokallaða þjóðhöfðingjastyrk sem breskir skattgreiðendur borga í.

Enn fremur kom fram í tilkynningunni að hjónin hefðu ekki bara greitt skuldir sínar heldur einnig gefið framlag í sjóðinn.

Frogmore Cottage mun enn verða heimili Harry og Meghan þegar þau koma til Bretlands.

Í síðustu viku var tilkynnt að Harry og Meghan hefðu gert samning við Netflix um framleiðslu ýmiss konar efnis.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson