Keeping Up With The Kardashians hættir í framleiðslu

Keeping Up With The Kardashians hætta í framleiðslu. Síðasta serían …
Keeping Up With The Kardashians hætta í framleiðslu. Síðasta serían fer í loftið í byrjun 2021. AFP

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian West tilkynnti í gær að raunveruleikaþættir fjölskyldunnar, Keeping Up With The Kardashians, verði ekki lengur framleiddir. Þættirnir hafa verið í framleiðslu í 14 ár og gert þær Kardashian- og Jenner-systur að stórstjörnum. 

Lokaserían, sú 21., mun fara í loftið í byrjun 2021. 

„Það var okkur þungbær ákvörðun sem fjölskyldu að segja skilið við Keeping Up With The Kardashians,“ sagði Kardashian í tilkynningunni. Hún þakkaði öllum þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem tóku þátt í þáttunum með þeim. 

„Þessir þættir gerðu okkur að þeim sem við erum í dag og við munum alla tíð standa í skuld við alla þá sem hjálpuðu til við að skapa starfsferil okkar og breyttu lífi okkar að eilífu,“ sagði Kardashian.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur byrinn með þér til að klára þau verkefni sem setið hafa á hakanum. Slakaðu á og hleyptu ástinni inn í líf þitt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur byrinn með þér til að klára þau verkefni sem setið hafa á hakanum. Slakaðu á og hleyptu ástinni inn í líf þitt.