Reyndi að drepa eiginkonu sína

Ozzy Osbourne reyndi að drepa eiginkonu sína, Sharon Osbourne fyrir …
Ozzy Osbourne reyndi að drepa eiginkonu sína, Sharon Osbourne fyrir 30 árum. AFP

Stjörnuparið Ozzy og Sharon Osbourne hefur aldrei verið feimið við að ræða opinskátt um hjónaband sitt opinberlega. Í nýlegri heimildarmynd um Ozzy, Biography: Nine Lives of Ozzy Osbourne, ræða þau um atvik sem gerðist fyrir þrjátíu árum þegar Ozzy vaknaði í fangelsi eftir að hafa reynt að drepa Sharon. 

„Það var ekki beint mitt stærsta afrek,“ sagði Ozzy um atburðinn. „Ég hef sjaldan verið jafn rólegur. Ég fann frið inni í mér. Eina sem ég man eftir er að hafa vaknað í Amersham-fangelsinu og spurt lögregluna af hverju ég væri þarna. Og hann spurði hvort ég vildi heyra ákæruna gegn mér, sem ég jánkaði. „John Michael Osbourne, þú hefur verið handtekinn fyrir tilraun til manndráps,““ sagði Ozzy. 

Þótt Ozzy muni ekki eftir að hafa reynt að drepa Sharon þá man hún það vel. Hún sagðist ekki hafa þekkt eiginmann sinn því hann var á svo miklum fíkniefnum. 

„Ég hafði ekki hugmynd um hver sat þarna andspænis mér á sófanum, en það var ekki eiginmaður minn. Hann fer á það stig þar sem hann fær svona glampa í augun, hann lygndi þeim aftur og ég náði ekki sambandi við hann. Og hann sagði bara: „Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að þú þarft að deyja.“ Hann var rólegur, mjög rólegur, og síðan stökk hann á mig og henti mér niður og reyndi að kyrkja mig. Hann henti mér í gólfið og fór ofan á mig,“ sagði Sharon í viðtalinu. 

Hún náði að ýta á öryggishnapp og það næsta sem hún vissi var að lögreglan var komin á staðinn. 

Eftir þetta fór Ozzy í sex mánaða meðferð og Sharon ákvað að skilja ekki við hann. „Ég þakka Guði fyrir að dómarinn skyldi dæma hann í meðferð í sex mánuði. Ég fékk tíma til að hugsa um hvað ég ætti að gera. Ég sagði honum að ég vildi ekki peningana en ef hann reyndi að gera þetta aftur myndi ég annaðhvort drepa hann eða hann mig. Og spurði hvort hann vildi það fyrir börnin okkar,“ sagði Sharon. 

Saman eiga Ozzy og Sharon þrjú börn, Aimee, Kelly og Jack, sem öll eru á fertugsaldri í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant