Ronald Harwood er látinn

Ronald Harwood er látinn.
Ronald Harwood er látinn.

Breski handritshöfundurinn sir Ronald Harwood er látinn 85 ára að aldri. Umboðsmaður hans Judy Daish tilkynnti andlát hans í gær, þriðjudag, og sagði hann hafa látist af náttúrlegum orsökum. 

Harwood hlaut Óskarsverðlaun árið 2003 í flokki handrita byggðra á útgefnu efni fyrir handritið að kvikmyndinni The Pianist sem Roman Polanski leikstýrði. 

Eiginkona Harwoods, Natasha, lést árið 2013, en þau láta eftir sig börnin Anthony, Deborah og Alexöndru. 

Harwood var sleginn til riddara af Elísabetu Englandsdrottningu árið 2010, tveimur árum eftir að hann hlaut Bafta-verðlaun fyrir handritið að kvikmyndinni The Diving Bell and the Butterfly.

BBC

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Deildu því sem þú veist og hvettu þá sem vanir eru að liggja á sínu, til þess að slaka aðeins á. Ekki láta þetta á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Deildu því sem þú veist og hvettu þá sem vanir eru að liggja á sínu, til þess að slaka aðeins á. Ekki láta þetta á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum.