Ætlar aldrei að gifta sig aftur

Leikkonan Drew Barrymore á þrjú hjónabönd að baki.
Leikkonan Drew Barrymore á þrjú hjónabönd að baki. AFP

Leikkonan og verðandi spjallþáttastjórnandinn, Drew Barrymore, segist aldrei ætla að gifta sig aftur. Barrymore hefur verið gift þrisvar sinnum og segir töluvert flóknara að skilja en að hætta með manneskju. 

„Aldrei. Aldrei, aldrei, aldrei. Ég ætla aldrei að gifta mig aftur,“ sagði Barrymore hreinskilnislega í viðtali við People. Barrymore segist ekki vilja vera föst í hjónabandi aftur. „Þið hættið saman og þið haldið áfram. Þú skilur og það er bara svo allt öðruvísi.“

„Þetta þýðir samt ekki að ég sé ekki til í að hitta einhvern, sérstaklega þegar börnin mín fara í háskóla,“ sagði Barrymore. „Eða eftir ár, ég gæti alveg orðið ástfangin. Ég er opin fyrir því, ég er ekki leita eftir því. Bollinn minn er yfirfullur. Ég er með svo mikla ást í lífi mínu.“

Barrymore hefur prófað stefnumótaforrit en segir það ekki hafa gengið vel. Fólk hefur meðal annars hætt að hafa samband við hana. Hún nefnir auk þess að hún hafi eitt sinn verið að gera sig til fyrir stefnumót og þá hafi maðurinn sent henni skilaboð þess efnis að hann kæmist ekki, hann vildi frekar hitta vini sína.

Barrymore gekk í hjónaband með bareigandanum Jeremy Thomas árið 1994 en sótti um skilnað aðeins tveimur mánuðum seinna. Árið 2001 giftist hún grínistanum Tom Green. Það hjónaband entist í fimm mánuði. Meira en áratug seinna eða árið 2012 gekk hún í hjónaband með Will Kopelman. Hún eignaðist með honum tvö börn en skildi við hann 2016.

Drew Barrymore.
Drew Barrymore. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson