Amy Schumer greindist með Lyme-sjúkdóminn

Amy Schumer.
Amy Schumer. AFP

Leikkonan Amy Schumer greindist með Lyme-sjúkdóminn í sumar. Schumer greindi frá þessu á instagramsíðu sinni í gær, þriðjudag. Hún er langt því frá fyrsta stjarnan sem greinist með sjúkdóminn. 

Schumer segist vera á lyfjum og segir ekki ólíklegt að hún hafi verið með sjúkdóminn í mörg ár. Hún sagðist passa sig á sólinni og tekur inn jurtir sem gera henni gott. Hún bað fylgjendur sína um góð ráð og var vongóð um að ná góðum bata. „Ég vil líka segja að mér líður vel og er spennt fyrir að losna við hann.“

Lyme-sjúkdómurinn berst í menn eft­ir bit skóg­armít­ils og leggst á miðtauga­kerfið. Ofurfyrirsætan Bella Hadid tjáði sig um sjúkdóminn í sumar. Í byrjun árs greindi tónlistarmaðuinn Justin Bieber frá glímu sinni við sjúkdóminn. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Deildu því sem þú veist og hvettu þá sem vanir eru að liggja á sínu, til þess að slaka aðeins á. Ekki láta þetta á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Deildu því sem þú veist og hvettu þá sem vanir eru að liggja á sínu, til þess að slaka aðeins á. Ekki láta þetta á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum.