Diana Rigg er látin 82 ára að aldri

Diana Rigg er látin.
Diana Rigg er látin. AFP

Enska leikkonan Diana Rigg er látin 82 ára að aldri. Rigg var hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í sjónvarpsþáttunum The Avengers og fyrir túlkun sína á Olenna Tyrell í Game of Thrones. 

„Hún lést snemma í morgun. Hún var heima í faðmi fjölskyldunnar sem hefur beðið um næði á þessum erfiðu tímum,“ sagði umboðsmaður hennar. 

Rigg var einnig þekkt fyrir að fara með hlutverkTracy, einu konunnar sem varð eiginkonaJamesBond íBond-myndinniOn Her Majesty'sSecretService árið 1969. 

Rigg fór með hluvertk Oleanna Tyrell í Game of Thrones.
Rigg fór með hluvertk Oleanna Tyrell í Game of Thrones. AFP

Dóttir hennar, Rachael Stirling sagði að Rigg hefði látist úr krabbameini sem hún greindist með í mars síðastliðinn. Hún sagði að henni hafi liðið vel síðustu mánuði lífs síns og að hún hafi litið til baka á líf sitt með gleði og stolti. „Orð fá ekki lýst hvað ég mun sakna hennar mikið,“ sagði Stirling. 

Í viðtali á síðasta ári um hlutverk hennar í Game of Thrones sagði Rigg: „Ég elska að leika vondar persónur. Þær eru svo miklu áhugaverðari heldur en þær góðu. Sumir leikarar eru ekki hrifnir af því að leika vondar persónur, þeir vilja vera elskaðir. Ég elska þegar fólk líkar ekki við mig. Oleanna var með bestu línurnar.“

BBC

Diana Rigg í janúar árið 1970.
Diana Rigg í janúar árið 1970. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Deildu því sem þú veist og hvettu þá sem vanir eru að liggja á sínu, til þess að slaka aðeins á. Ekki láta þetta á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Deildu því sem þú veist og hvettu þá sem vanir eru að liggja á sínu, til þess að slaka aðeins á. Ekki láta þetta á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum.