Íslensk-palestínsk kvikmynd á RIFF

Úr kvikmyndinni Á milli himins og jarðar.
Úr kvikmyndinni Á milli himins og jarðar.

Evrópufrumsýning verður á kvikmyndinni Á milli himins og jarðar eða Between Heaven and Earth á ensku, á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, sem hefst 24. september. Myndin er tilnefnd til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna 2020 sem íslensk mynd en hún var framleidd í samstarfi hins íslenska framleiðslufyrirtækis Oktober Productions og palestínska framleiðslufyrirtækisins Ustura Films, skv. tilkynningu frá RIFF. Myndin var unnin í samstarfi tökuliðs frá Íslandi, Palestínu og Lúxemborg og fóru tökur fram á Vesturbakkanum, í Ísrael og á hernámssvæðunum í Palestínu.

„Við höfum unnið í áratug með palestínsku kvikmyndagerðarkonunnni Najwa Najjar og er þetta þriðja kvikmyndin sem við framleiðum í samstarfi við hana. Myndir hennar fjalla oftast um venjulegt fólk í óvenjulegu ástandi. Undiraldan er sterk og undir niðri krauma sterkar tilfinningar sem eru þó ekki látnar ráða för eða neinu ýtt að áhorfandum um of,“ er haft eftir Fahad Fali Jabali, kvikmyndaframleiðanda og eiganda Oktober Productions, en Najjar hefur hlotið fjölda viðurkenninga og verðlauna fyrir myndir sínar.

Á milli himins og jarðar er ástarsaga um skilnað þar sem áhorfandinn fær tækifæri til að fara í bíltúr um Palestínu og Ísrael, segir í tilkynningunni. Hjónin í myndinni gáfu hvort öðru brúðkaupsferð til Ísraels til að hitta fjölskyldu mannsins en það hefur tekið fimm ár að fá ferðaleyfi og nota þau tækifærið til að skilja. „Ferðalag hjónanna veitir okkur innsýn í hinar ýmsu hliðar þessa samfélags sem er rifið og tætt af árþúsundagömlum skærum og stríði,“ segir í tilkynningunni. Myndin verður sýnd í Bíó Paradís og á vefnum riff.is.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Deildu því sem þú veist og hvettu þá sem vanir eru að liggja á sínu, til þess að slaka aðeins á. Ekki láta þetta á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Deildu því sem þú veist og hvettu þá sem vanir eru að liggja á sínu, til þess að slaka aðeins á. Ekki láta þetta á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum.