Huldumaður Holmes var trúlofaður

Leikkonan Katie Holmes er kominn með nýjan kærasta.
Leikkonan Katie Holmes er kominn með nýjan kærasta. AFP

Leikkonan Katie Holmes sást á stefnumóti með huldumanni í síðustu viku. Í ljós kom að nýi kærastinn heitir Emilio Vitolo og er kokkur. Vitolo þessi á að hafa verið trúlofaður þegar fyrstu myndirnar af þeim Holmes birtust. 

Vitolo sem er 33 ára er sagður hafa verið trúlofaður hinni 24 ára gömlu Rachel Emmons. Parið á að hafa búið saman auk þess að eiga hvolp saman.

„Þangað til þetta kom í fjölmiðla hafði Rachel enga hugmynd um hvað var í gangi. Hann heldur fram hjá og það er ekki saga sem endar vel,“ sagði ónefndur vinur Emmons við Daily Mail

Emmons, sem hefur verið dugleg að birta myndir af sér og Vitolo á Instagram, er hönnuður og var búin að vera með kokkinum í meira en tvö ár. Þau tilkynntu trúlofun sína á Instagram í fyrra. Að sögn ónefnda vinarins hélt Emmons að hún væri að fara giftast Vitolo þangað til hann sagði henni upp í textaskilaboðum sama dag og myndirnar birtust. 

Holmes og Vitolo voru fyrst mynduð saman á veitingastaðnum Peasant í New York í síðustu viku. Stuttu seinna birtust myndir af þeim kyssast og var sambandið þar með staðfest. 

Katie Holmes.
Katie Holmes. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu fyrst og fremst sannur í samskiptum þínum við aðra og gættu þess að lofa ekki upp í ermina á þér.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu fyrst og fremst sannur í samskiptum þínum við aðra og gættu þess að lofa ekki upp í ermina á þér.