Paris stendur með Britney

Paris Hilton stendur með vinkonu sinni Britney Spears.
Paris Hilton stendur með vinkonu sinni Britney Spears. Samsett mynd

Hótelerfinginn Paris Hilton segist skilja vel hvernig tónlistarkonunni Britney Spears líður um þessar mundir og að hún standi með henni. Lögráðamannsmál Spears hefur verið í fjölmiðlum síðustu vikur. 

Hilton sagði í viðtali við Andy Cohen í vikunni að hún hefði hitt hana í sumar og þær hefðu farið út að borða saman. „Ég bara elska hana svo mikið. Mér finnst að ef þú ert orðinn fullorðinn þá eigirðu að fá að lifa lífi þínu og ekki vera undir stjórn annarrar manneskju,“ sagði Hilton. 

„Ég held ég tengi svona við þetta því mér var stjórnað svo mikið, þannig að ég skil hvernig henni líður og gæti ekki hugsað mér að vera enn í þessari stöðu. Eftir að hafa unnið allt þitt líf og lagt hart að sér er hún stórstjarna, og mér líður bara eins og hún hafi enga stjórn yfir lífi sínu og það finnst mér ekki sanngjarnt,“ sagði Hilton. 

Cohen spurði Hilton hvort hún væri búin að ræða lögráðamannsmálið við Spears en hún sagðist ekki hafa gert það. 

„Nei ég vil ekki tala um hluti eins og það. Hún er svo indæl, saklaus og góð stelpa. Við tölum bara um skemmtilega hluti. Tónlist, tísku, skemmtilega hluti. Ég vil ekki tala um neikvæða hluti og láta fólki líða illa, þannig að ég tala aldrei um þetta við hana,“ sagði Hilton.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Deildu því sem þú veist og hvettu þá sem vanir eru að liggja á sínu, til þess að slaka aðeins á. Ekki láta þetta á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Deildu því sem þú veist og hvettu þá sem vanir eru að liggja á sínu, til þess að slaka aðeins á. Ekki láta þetta á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum.