Bestu íslensku glæpahlaðvörpin

Hver eru bestu íslensku glæpa hlaðvörpin?
Hver eru bestu íslensku glæpa hlaðvörpin? Ljósmynd/Pexels

Í íslensku hlaðvarpaflórunni kennir ýmissa grasa og mörg ný hlaðvörp bæst við á síðustu mánuðum. Hlaðvörp hafa notið mikilla vinsælda á síðustu árum og ekkert lát virðist vera þar á. 

Mbl.is opnaði á dögunum nýjan hlaðvarpsvef þar sem finna má stóran hluta af öllum þeim hlaðvörpum sem framleidd eru á Íslandi.

Hlaðvörp um glæpi og glæpamenn hafa notið gríðarlegra vinsælda á síðustu árum og fjöldinn allur af frábærum þáttum sprottið upp. Hér eru bestu íslensku glæpahlaðvörpin. 

Draugar fortíðar

Í Draugum fortíðar fjalla Flosi Þorgeirsson og Baldur Ragnarsson um liðna atburði sem oft tengjast glæpum. Draugar fortíðar er ekki hið hefðbundna glæpahlaðvarp en stórskemmtilegt samt sem áður.

Illverk

Inga Kjartans fjallar um morðingja og morð. Hún fjallar um minna þekkt morðmál sem og vel þekkt mál.

Morðcastið

Morðcastið er hlaðvarp þar sem fjallað er um íslensk og erlend sakamál á léttum nótum. 

Háski

Háski er hlaðvarpsþáttur sem fjallar um fólk sem hefur lent í lífsháska og hvernig það tókst á við ótrúlegar aðstæður. Mannshugurinn og líkaminn er magnað fyrirbæri og lygilegt hvað manneskjan sigrar oft í erfiðum aðstæðum.

Hvað er málið?

Sigrún Sigurpálsdóttir fjallar um dularfull, spennandi og áhugaverð mál. Hvort sem það eru staðir, atburðir, fólk eða eitthvað annað.

Myrkraverk

Hjónin Svandís og Jóhann fjalla um glæpi, á léttari nótunum. Svandís er með B.Sc. í sálfræði, með sérstakan áhuga á afbrotasálfræði, og Jóhann er starfandi læknir með sérstakan áhuga á réttarmeinafræði.

Rót illskunnar

Matti og Nóri fletta ofan af illskunni og segja frá á skemmtilegan hátt. Morðingjar, brjálæðingar, draugar, nornir, náttúran ... hvað sem er.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Deildu því sem þú veist og hvettu þá sem vanir eru að liggja á sínu, til þess að slaka aðeins á. Ekki láta þetta á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Deildu því sem þú veist og hvettu þá sem vanir eru að liggja á sínu, til þess að slaka aðeins á. Ekki láta þetta á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum.