„Enginn er fullkominn“

Josephine Bornebusch og Sverrir Guðnason í hlutverkum Clöru og Peter …
Josephine Bornebusch og Sverrir Guðnason í hlutverkum Clöru og Peter í Elskaðu mig.

Leikarinn Sverrir Guðnason fer með eitt af aðalhlutverkum þáttanna Älska mig, eða Elskaðu mig, sem finna má á streymisveitunni Viaplay og verður önnur þáttaröð aðgengileg þar frá og með morgundeginum, 13. september.

Sverrir leikur í þáttunum Peter nokkurn sem Clara, aðalpersónan, fellur fyrir í fyrstu syrpu en hún er leikin af Josephine Bornebusch sem er einnig handritshöfundur þáttanna og leikstjóri. Þau Sverrir hafa lengi þekkst og starfað saman en fyrir þá sem ekki vita er Sverrir með þekktustu og vinsælustu leikurum Svíþjóðar, þótt íslenskur sé í húð og hár. 

Fyrri syrpa Elskaðu mig mun vera ein sú vinsælasta sem Viaplay hefur sýnt frá því skrúfað var frá veitunni. Sverrir er beðinn að segja frá þáttunum, um hvað þeir fjalla. „Þeir fjalla um fjölskyldu. Mamman deyr og allir í fjölskyldunni eru þá orðnir einhleypir,“ segir Sverrir og á þar líka við ekkilinn, Sten. „Þetta eru þættir um ástarlíf þeirra og ég leik manninn sem dóttirin, Clara, hittir,“ segir Sverrir.

Er hann þá í mjög rómantísku hlutverki? „Jú, þetta er mikil rómantík,“ svarar Sverrir kíminn. Hann segist lítið hafa leikið í slíkum þáttum eða kvikmyndum. „Ég hef gert einhverjar rómantískar kómedíur og fann að Josephine Bornebusch, höfundur þáttanna, vildi gera eitthvað meira,“ segir Sverrir. Hann segir hættu á því að slíkt efni, rómantískt gamandrama, verði kjánalegt en svo hafi ekki verið í tilfelli þessara þátta. „Þegar ég hitti hana og hún sagði mér hvað hún væri að fara að gera fann ég að þetta gæti orðið mjög gott.“

Hvernig náungi er Peter? Þurftir þú ekki að búa til karakter til að vinna með áður en tökur hófust?

„Jú og maður gæti sagt að Peter sé í fyrstu seríu svolítið þessi fullkomni maður sem er ekki mjög auðvelt að hitta. Það virkar einhvern veginn allt hjá honum en nú er sería tvö að koma og við skulum sjá hvað gerist,“ svarar Sverrir sposkur. „Enginn er fullkominn.“ 

Finnst skemmtilegast að hafa hlutverkin fjölbreytt

Sverrir hefur leikið í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda á ferli sínum en kvikmyndatitlarnir eru öllu fleiri en sjónvarpsþáttatitlarnir. En á hann sér eitthvert draumahlutverk, hlutverk sem honum hefur enn ekki verið boðið? „Ég bara held ekki,“ svarar hann og segist ekki hafa séð fyrir þau hlutverk sem hann hefur tekið að sér í áranna rás. Skemmtilegast finnst honum að hafa hlutverkin fjölbreytt, eins og til dæmis að leika Peter í Älska mig og síðan Kurt Haijby. Sverrir forðast endurtekningar og segist vilja prófa ólík hlutverk. Blaðamaður spyr leikarann að lokum hvenær hann muni leika í íslenskum þáttum eða kvikmynd. „Ég er alltaf að reyna að skipuleggja eitthvað svoleiðis en hefur ekki tekist að koma því í verk. Ég vona að það gerist fljótlega.“

Viðtalið við Sverri má lesa í heild sinni í Morgunblaðinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Deildu því sem þú veist og hvettu þá sem vanir eru að liggja á sínu, til þess að slaka aðeins á. Ekki láta þetta á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Deildu því sem þú veist og hvettu þá sem vanir eru að liggja á sínu, til þess að slaka aðeins á. Ekki láta þetta á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum.