Hætti við brúðkaupið á síðustu stundu

Julia Roberts og Kiefer Sutherland voru næstum því búin að …
Julia Roberts og Kiefer Sutherland voru næstum því búin að gifta sig fyrir tæpum 30 árum. Samsett mynd

Ein eftirminnilegasta mynd Juliu Roberts er Brúður á flótta. Nokkrum árum áður en myndin kom út var Roberts sjálf hálfgerð brúður á flótta. Árið 1991 hætti hún við að giftast leikaranum Kiefer Sutherland órfáum dögum fyrir brúðkaup þeirra. 

Leikaraparið fyrrverandi kynntist þegar þau léku saman í myndinni Flatliners sem kom út árið 1990. Þegar tökur hófust var Roberts í sambandi við leikarann Dylan McDermott. Roberts og McDermott voru um tíma trúlofuð. Á sama tíma var Sutherland kvæntur fyrstu konunni sinni, Cameliu Kath. 

Í janúar 1990 opinberuðu Roberts og Sutherland samband sitt á rauða dreglinum á Golden Globe-verðlaunahátíðinni. Meðan á sambandi þeirra stóð var Sutherland meðal annars sakaður um að sofa hjá fatafellunni Amöndu Rice en Rice kom sjálf fram í viðtölum. Roberts og Sutherland trúlofuðu sig þó og stefndu á að láta pússa sig saman fyrir framan 150 manns í júní árið 1991 en nokkrum dögum fyrir brúðkaupið hætti Roberts við. 

Roberts lét sér þó ekki leiðast á brúðkaupsdaginn. Hún varði honum með leikaranum Jason Patric sem var góður vinur Sutherlands og átti upphaflega að vera boðið í brúðkaupið. Roberts og Patric flugu til Írlands og voru fjölmiðlar á eftir þeim í ferðinni. Þau opinberuðu samband sitt seinna sama ár en hættu saman 1992. 

Sutherland talaði opinberlega um atvikið fyrir nokkrum árum og sagðist hafa fyrirgefið fyrrverandi unnustu sinni.

Rúmlega 20 ár eru liðin síðan Brúður á flótta kom …
Rúmlega 20 ár eru liðin síðan Brúður á flótta kom út. Ljósmynd/Imdb
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant