Fyrst kvenna til að hljóta verðlaunin í áratug

Gestir þurftu að hafa autt sæti á milli sín í …
Gestir þurftu að hafa autt sæti á milli sín í sýningarsölum og bera andlitsgrímur. AFP

Bandaríska kvikmyndin Nomadland vann Gullna ljónið á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í gær. 

Nomadland er leikstýrt af hinni kínversku Chloé Zhao, sem skrifaði einnig handrit myndarinnar. Óskarsverðlaunahafinn Frances McDormand fer með aðalhlutverk myndarinnar, sem fjallar um ekkju sem lifir sem flökkumaður í kjölfar efnahagshrunsins 2008. 

Zhao er fyrsta konan til að vinna Gullna ljónið í áratug. 

Davide Romani tók við gullna ljóninu fyrir hönd Chloé Zhao.
Davide Romani tók við gullna ljóninu fyrir hönd Chloé Zhao. AFP

Silfurljónin unnu kvikmyndirnar New Order, eftir mexíkóska leikstjórann Michel Franco, og Wife of a Spy eftir japanska leikstjórann Kiyoshi Kurosawa. 

Kvikmyndahátíðin var haldin með óhefðbundnu sniði í ár vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Gestir gátu aðeins setið í öðru hverju sæti í sýningarsölum og þurftu að bera andlitsgrímu. Kvikmyndahátíðin er sú elsta í heimi og var í ár haldin í 77. sinn. Ástralska leikkonan Cate Blanchett var formaður dómnefndar hátíðarinnar í ár.  

Breska leikkonan Vanessa Kirby var valin besta leikkonan í ár og hinn ítalski Pierfrancesco Favino var valinn besti leikarinn. 

Óskarsverðlaunamyndin Joker vann Gullna ljónið á síðasta ári. 

Vanessa Kirby var valin leikkona ársins í ár.
Vanessa Kirby var valin leikkona ársins í ár. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Deildu því sem þú veist og hvettu þá sem vanir eru að liggja á sínu, til þess að slaka aðeins á. Ekki láta þetta á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Deildu því sem þú veist og hvettu þá sem vanir eru að liggja á sínu, til þess að slaka aðeins á. Ekki láta þetta á þig fá því það gengur á ýmsu í öllum lífsins ævintýrum.