Gleymdi sér í klukkutíma og smitaðist af veirunni

Jillian Michaels gleymdi sér í klukkustund og smitaðist.
Jillian Michaels gleymdi sér í klukkustund og smitaðist. AFP

Stjörnuþjálfarinn Jillian Michaels veiktist af kórónuveirunni fyrir nokkrum vikum. Hún segir að hún hafi aðeins gleymt sér í eina klukkustund og það hafi verið nóg til þess að hún smitaðist. 

Michaels er vinsæll þjálfari í Hollywood. Hún veiktist ekki alvarlega af veirunni og náði sér fljótt. Hún minnir þó á að hún hafi verið mjög heppin. Í útvarpsviðtali um hvort fólk ætti að fara í ræktina eða ekki í heimsfaraldri sagði hún að fólk ætti að íhuga að sleppa því að mæta í líkamsræktarstöðvar. 

„Ef þú ert hræddur við veiruna ættirðu ekki að fara í ræktina. Ég er reyndar manneskja sem gleymdi sér í smástund, ég hef ekki talað um þetta opinberlega en náin vinkona mín smitaði mig af veirunni fyrir nokkrum vikum,“ sagði Michaels. 

Hún smitaðist af góðri vinkonu sinni sem sér um förðun og hár. Hún segir að vinkonan hafi ekki vitað að hún væri smituð þegar þær hittust. 

„Ég er mjög heppin að hafa verið heilsuhraust þegar ég fékk veiruna og gat komist yfir hana frekar hratt, en það eru ekki allir svo heppnir eins og við vitum. Eina sem ég get sagt er að ef þú ert hræddur við að smitast af veirunni þá eru líkamsræktarstöðvar staður sem þú getur fengið hana á,“ sagði Michaels.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú freystast til að gefa upp á bátinn þann sjálfsaga sem þú hefur tamið þér en nú er einmitt tíminn til að þrauka. Verrtu bara eins og þú átt að þér og þá muntu sjá hverjir eru vinir þínir.